13 júlí, 2005

Alveg hreint ótrúlegt!

Í Ameríku lærir maður sífellt eitthvað nýtt. Alveg hreint með ólíkindum...
- Það er hægt að kaupa ís með lobster-bragði í betri ísbúðinni í Bar Harbor, hverjum ætli detti sú vitleysa í hug að kaupa ís í brauði með svoleiðis bragði??
- Dr. Morad er pirrrrrrrrrrrrrrrrandi
- Íþróttadót er svooo ódýrt sem er ekki gott fyrir fjárhaginn
- Lánasjóður íslenskra námsmanna er engu líkur... þurfti reyndar ekki að fara til USA til að uppgötva það!
- Að fara út að hlaupa í fyrsta skipti í eitt ár gjörsamlega að drepast úr engu formi og mæta Steve, sem er á leiðinni til baka eftir um klukkutíma hlaup án þess að blása úr nös, EKKI hressandi. Bæ ðe vei þá er Steve maraþonhlaupari...
- Ég er stödd í fylki humarsins og get ekki hugsað mér að setja hann inn fyrir mínar varir... góð frammistaða það!

Annars er svo sem ágætt að frétta hérna megin Atlandshafsins. Bara búin að vera í sætsííng og kósýheitum síðustu daga. Dagurinn í gær var hins vegar sá versti sem við höfum upplifað á rannsóknarstofunni. PI-inn var svo hress að hann náði held ég að arga á eitthvert okkar á klukkutíma fresti allan daginn. Það var þess vegna mjög gott að sleppa út og fara í smávegis fjallgöngu fyrir svefninn. Setti inn nýjar myndir undir albúmið fyrsta vikan í Maine. Og elsku Ínan mín, ég skal reyna að græja þetta svo þú getir líka fengið að sjá myndirnar mínar!!!

Frétti um daginn hjá Fjólu að Köben verður full af fólki sem ég þekki næsta vetur. Ég kem til Köben 26. ágúst og er að íhuga að halda námskeið undir heitinu: Hvernig flytja skal til DK, þolinmæði borgar sig... Það þýðir nefnilega ekki að vera óþolinmóður, allllllllt tekur 10-14 daga í Danmörku. Annars er síðasta nýtt frá Köben að lestarstöðinni MINNI var lokað í dag vegna sprengjuhótunar. Lífið í Köben verður líklega ekki jafn friðsælt næsta vetur eins og það var áður en ég fór til USA í "sumarfrí"!