21 júlí, 2005

Með ólíkindum

Annað slagið fíla ég mig sem stadda í lélegri amerískri bíómynd. Liðið sem vinnur hérna er ekki mjög gamalt samanborið við mig en það er samt ekki neitt eitthvað geggjað ungt. Þetta er samt svo skondið, það eru svona hópar sem halda að þeir séu meiri og merkilegri en aðrir og geta ekki átt samskipti við hina. Og svo eru aumingja þeir sem eru aðeins öðruvísi en þessir normal sem sitja einir úti í horni með labtop og nánast engan að tala við. Ég held samt að ég sé fegin að hafa ekki gengið í amerískan menntaskóla, ég hefði ekki átt mikinn séns. Ég er svo ófélagslynd með öllu að ég hefði örugglega verið mesti nördinn í skólanum.
Annars er bara allt í lagi að frétta héðan. Óli kemur eftir viku en ég fæ ekki frí svo ég sé hann líklega fyrst eftir viku og 2 daga. Þetta með að ég fæ ekki frí er búið að fara svo í taugarnar á mér að það er búið að rjúka út um eyrun á mér í örugglega 3 daga núna samfellt. Annars er svona eiginlega orðið planið að ég tek bus til Boston á föstudaginn eftir eina og hálfa viku og hitti Óla og við ætlum að skoða Boston áður en hann kemur í einangrun á MDIBL. Annars er prófessorinn sem ég nefndi hérna neðar búinn að vera svooooo pirrandi í þessari viku að ég er að verða geðveik. Maðurinn situr og talar í símann eða skrifar ímeil á milli þess sem hann æsir sig. Ég er SVOOOOO ánægð að hann sé sá sem á að hjálpa mér. Hann er svo þolinmóður og indæll ef maður lætur sér detta það í hug að biðja hann um aðstoð. NOT.... Það sem bjargaði deginum var að það var mega gott veður, annars hefði ég líklega skallað gaurinn og verið send til DK með næstu flugvél þar sem hann segir að það sé punishment að ég fái ekki flug heim til Íslands neyðist hann til að senda mig "heim"... Danirnir fá samt flug heim komi það upp að þeir verði sendir heim svo mér finnst þetta ekkert réttlæti. Þetta er harður heimur!