18 júlí, 2005

Afrek í Ameríkunni!

Góða kvöldið allir...
Já, mér er sko búið að takast að afreka ýmislegt síðan ég kom í þessa heimsálfuna... að sjálfsögðu. Það merkasta er líklegast að það var brjáluð blíða í gær svo við Gitte skelltum okkur á ströndina. Ég var svo harðákveðin í að sólbrenna ekki að ég smurði þykku lagi af sólarvörn á mig alla saman... að ég hélt. Þegar ég kom heim af ströndinni áttaði ég mig hins vegar á því að ég hef augljóslega setið á rassinum þegar ég bar á mig sólarvörnina því ég hef greynilega gleymt að bera á þann partinn af líkamanum. Þetta er nánast bara flashback til Tælands og verð ég að viðurkenna að ég er ekki alveg sátt við sjálfan mig núna... Ekki gott að sitja á sólbrenndum rassi! Svo tekst mér að gleðja næstum einn á dag með því að vera fyrsti Íslendingurinn sem viðkomandi hefur hitt. Í dag var það meira að segja park ranger sem ég hafði svona lítið fyrir að gleðja. Svo er ég bara búin að kaupa 2 skópör, sem mér þykir mjög góð frammistaða. Annars er ég búin að labba upp á 2 fjöll og svo í kringum eitt stærðarinnar vatn í dag. Ég er meira að segja búin að fjárfesta í smávegis hiking græjum þar sem það er aðal tómstundaiðjan á þessu svæði. Ég er líka búin að fara á smávegis námskeið í línuskautahlaupi og þyki með eindæmum efnileg. Og ég er meira að segja líka búin að fara 2 út að hlaupa. Ég er líka búin að klippa hjartað úr einum hákarli, þótti að vísu ekki sérstaklega efnileg á þeim vígstöðunum, sem ég vil halda fram að sé vegna þess hversu mikill dýravinur ég er. Það merkasta er samt að ég er stoltur eigandi nýjustu bókarinnar um Harry Potter. Ég er að vísu orðin mjög áhyggjufull og bara búin að lesa um 50 bls. Er samt að hugsa um að stappa í mig stálinu, bera aftersun á rauða rassinn minn og halda áfram að lesa.
Bless í bilinu - Eyja