25 september, 2005

Heimþrá

Það bregst bara ekki. Alltaf þegar ég vakna á sunnudagsmorgnum þá líður mér eins og Palla þegar hann var aleinn í heiminum og fæ geggjaða heimþrá. Ég veit ekki hvað ég hef oft vakið Óla á ókristilegum tíma á sunnudagsmorgni síðasta árið. Það er eins og á sunnudögum renni alltaf upp fyrir mér hvað ég er langt í burtu og alein og eikka. Kenni því oftast um að maður er á leiðinni út í eina vikuna enn í þessum blessaða skóla aleinn með sjálfum sér sem getur alveg verið pínu lónlí.
En nóg um það. Besti vinur minn þessa dagana er þyngdarhröðun jarðar. Þessi gamli félagi minn sá nefnilega um að losa stífluna í niðurfallinu á baðinu á föstudaginn. Ég get ekki sagt að það hafi verið sérstaklega ánægjulegt að gera þá uppgötvun að niðurfallið var gjörsamlega stíflað alls ber og með sápu í hárinu. Var samt að sjálfsögðu búin að gera mér grein fyrir að rennslið var eikka tregt og kanna aðstæður eins og sönnum verkfræðingi sæmir... En fannst svo grós það sem var í niðurfallinu að ég gat ekki sótt það... hmmm er meiri pempía en verkfræðingur, það er nokkuð ljóst!! Ákvað þess vegna að fara bara í sturtu með mjög litlu rennsli úr sturtuhausnum. Tókst sem sagt ekki betur en svo að allt stíflaðist endanlega. Ég sem sagt stóð þarna í engum fötum og var mikið að velta fyrir mér hvað gera skildi þegar bjargvætturinn mætti á svæðið og ég gat klárað sturtuna með rennsli í botni... hehehehe
Planið er svo að fara í tívolí í kvöld, síðasti opnunardagurinn þetta sumarið er nefnilega runninn upp. Ætla að kaupa mér risa ís og sjá Khasmir spila og syngja fram á rauða nótt áður en þessi ljóti mánudagur rennur upp einu sinni enn.