15 september, 2005

Ce la vi...

já, nú held ég að ég geti skrifað undir samninginn lélegasti bloggari í geimi. Hef ekki verið að gera gott mót hérna undanfarið frekar en á fleiri vígstöðum. Lærdómurinn hefur til dæmis farið fyrir frekar lítið undanfarið vegna heimsókna.
Ég kom sem sagt til baka til DK 26. ágúst eins og áætlað var eftir stutt stopp í New York. Mér fannst þessi borg alveg meiriháttar og er ákveðin í að fara með Ólanum mínum þangað við tækifæri. Var að deyja úr heimþrá fyrstu vikuna og skólinn var að sjálfsögðu í ruglinu og er í ruglinu svo þetta er búið að vera góð byrjun á nýju skólaári. Það sem bjargaði mér var að rekast annað slagið á Svenna, Guðlaugu og Rakel og svo á Guðbjörg heima hérna rétt hjá mér. Við Guðbjörg erum búnar að skella okkur á menningarlegt rölt um Köben og sáum svo Red Eye í bíó á sunnudagskvöldið. Síðasta vika fór svo bara í túristahring eftir hring. Fyrst með Siffu systur pabba, Heiðu dóttur hennar, Snorra manninum hennar Heiðu og Styrmi Franz syni Heiðu og Snorra. Styrmir er bara 4 mánaða og ég var að passa hann fyrir utan búð á strikinu þegar Guðlaug og Svenni birtust. Þau trúðu því ekki þegar ég sagðist eiga hann. Skil ekkert í því... Um síðustu helgi voru svo Inga sem ég vann með í gamla daga heima á Víkinni og maðurinn hennar, hann Svavar, í menningarreisu í Köben. Ég fór með þau fram og aftur um borgina og gekk þau alveg upp að öxlum held ég. Þau verða örugglega fram að jólum að ná sér.
Annars er bara lítið að frétta hérna megin. Óli er held ég búinn að segja upp hjá mér í blogginu svo ég verð bara að reyna að standa mig í stykkinu án aðstoðar... hehe. Er á leiðinni til Óðinsvéa til Ásu tásu um helgina. Hlakka mikið til þar sem ég hef ekki séð hana síðan í vor einhvern tímann. Svo er ég á leiðinni til Íslands eftir langa útlegð... á flug frá Köben 12. október kl.19:45... Eins gott að ég nái því, á nefnilega að vera í prófi í síðustu tímunum þennan daginn...