Hjééllllúúúú
jújú, ég er á lífi og ég er á leiðinni heim, éráleiðinniheim, éráleiðinniheim. Hlakka svo til að það mætti halda að það væru komin jól og ég að fara að fá alveg fullt af pökkum. Vúff mar. Annars er hausinn farinn til íslands og hefur hann komið að litlu gagni síðustu daga. Fékk til dæmis verðlaun í keppninni "hver getur starað lengst út í loftið" í dag og kom nákvæmlega engu í verk. Ég lýg því nú reyndar, ég horfði á 1. þáttinn í nýju seríunni um Ørnen. Og það klikkaði ekki!! Er að hugsa um að horfa á endursýninguna á morgun og svo kannski bara á netinu á þriðjudaginn því þá verður hægt að horfa á hann þar. Nenni engan veginn að bíða í viku eftir næsta þætti sem ég get svo ekki séð því ég verð á Íslandi. Það er samt verra við að fara heim að ég missi af tveimur þáttum af vild med dans. Þessir koma ekki á netið og er ég alveg eyðilögð manneskja yfir að missa af þeim. Verð bara að hringja út og fá beina lýsingu þegar þeir standa yfir.
Annars ekki mikið að frétta af þessum vígstöðvum. Bara skóli og skóli og læra og skóli þeas. þegar ég hef tíma, er mjög busy við að stara út í loftið þessa dagana. Mér skilst samt að ég hafi verið klukkuð, ekki einu sinni heldur tvisvar. Skilst að þess vegna eigi ég að opinbera fimm hernaðarleyndarmál sem þó skipta ekki miklu máli.
- Mér þykir ís alveg geggjað góður, eins og þið kannski vitið... en hef einu sinni um ævina fengið svo stóran ís að mér var illt þegar ég var búin að borða hann. Þessi ís var líka engin smá smíði, við erum að tala um 6 kúlur, slatta af ís úr vél ofan á það og svo tvær flødeboller á toppinn. Og bæ ðe vei þá eru bökuð sérstök brauð undir þessa stærð af ís....
- Ég get ekki lært ef það er kveikt á tónlist í nágrenninu og ég get heldur ekki sofnað út frá tónlist... er svo forvitin að ég þarf alltaf að heyra hvað kemur næst og þar af leiðandi get ég ekki einbeitt mér að neinu öðru á meðan og pottþétt ekki farið að sofa...
- Ég er skírð í höfuðið á ömmu á Akureyri sem heitir Þórhildur Arnfríður. Foreldrar mínir voru bara svo hugsunarsamir að þeim fannst ómögulegt að skíra svona merka manneskju þannig að hún lenti aftast í stafrófinu og skelltu þessum tveimur nöfnum því saman í eitt og úr varð Arnhildur (er alltaf jafn fegin að þau völdu ekki Þórfríður!!).
- Ég hef ekki séð eina af Lord of the rings myndunum og er stollt af því.
- Ég er haldin mjög slæmri áráttu. Ef ég fæ þá flugu í höfuðið að ég hafi nú ekki séð einhvern ákveðinn hlut í langan tíma þá fer ég undir eins að leita og það er ekki hægt að tala við mig fyrr en ég er búin að finna hann. Ég get til dæmis ekki farið að sofa ef ég finn ekki það sem ég er að leita að og verð svo pirruð að það hálfa væri nóg... Í 90% tilfella er hluturinn sem ég er að leita að alveg svo ómerkilegur að það er eikka grín og ég þarf nákvæmlega ekkert á honum að halda...
Kannski best að hafa þetta ekki lengra í bili, gæti annars orðið til þess að það kæmu upp einhver leyndarmál sem betra er að fari ekki lengra. Annars þá held ég að það sé bara að verða búið að klukka nánast alla sem ég þekki nema Siggu og Magga og ætla ég hér með að biðja þau að segja okkur einhverja vitleysu um sig... og það er skilda að Maggi geri það sjálfur, hehe!!
<< Home