Að koma mars
Tíminn líður hratt... á gerfihnattaöld, segir í einu ágætis júróvisjónlagi. Ég held að það sé barasta alveg rétt. Alla vegana er febrúar búinn og ég tók varla eftir honum hann fór svo hratt hérna hjá. Sit í vinnunni að taka mér pásu frá þrívíddarteikningunum og til að hvíla nú augun og axlirnar á allri þessari tölvuvinnu fannst mér um að gera að skrifa eins og þrjár línur hérna. Væri kannski betur komin í ræktinni í hádeginu með hinum ofvirku sem ég vinn með hérna... hver veit nema ég velti þar inn einhvern daginn. Annars er bolludagurinn í dag fyrir þá sem ekki vissu og ég er búin að fá bollur. Jei... Ég sé samt fyrir mér að þetta verði fyrsta, nei annað árið á ævinni sem ég fæ ekki heimabakaðar bollur. Þetta er alveg skelfing sko. Það var minni skelfing í fyrra skiptið því þá bjó ég í London og mundi ekki eftir að það væri bolludagur!!
Annars eru bara tiltöluleg rólegheit á kantinum. Fór með systur minni á bókamarkað í Perlunni á laugardaginn og fjárfesti í nokkrum bókum. Er búin að lesa 3 um helgina og ætla ekki að segja ykkur hvaða bækur það voru því þá fariði að hlæja af mér. En þetta voru fagurbókmenntir miklar!! Við Óli erum svo búin að panta okkur ferð til Spánar með Ínu og Rúnari í sumar og ætlum við að slappa af og hafa það gott í 2 vikur í júní... mikil eftirvænting skal ég segja ykkur. Og markmiðið er að skaðbrenna ekki á rassinum þriðja árið í röð. Bara af því að hafa skaðbrunnið á rassinum tvisvar er ég komin með varanlegt bikinífar á rassinn... Tú möds infó??
Svo eru að koma mánaðamót og ég er að fara að fá útborgað í fyrsta skipti í eitt og hálft ár!! Húlla, kannski maður geri sér eitthvað til skemmtunar!!!
<< Home