Jahérna hér
Ég veit ekki alveg hvað hefur gerst... en blogger log inn síðan hjá okkur er orðin dönsk... Gerir manni aðeins hægara um vik í byrjun þar sem maður þarf að hugsa sig um hvað þeir eru eiginlega að meina með þessu...
En hérna í DK gengur lífið sinn rólega vanagang. Við erum þessa dagana að upplifa sól og sumaryl sem við getum samt ekki notið nema að hluta til, alla vegana ég. Það er þess vegna galopið út á svalir upp á hvern einasta dag núna til þess að maður geti alla vegana aðeins fylgst með hvernig það er að vera úti í góða veðrinu.
Svo vorum við á årsfest í DTU í gær. Það var mjög gaman en við verðum samt að vara fólk við því það að dansa Lanchie í fullum sal af Dönum og öðrum rugludöllum er ekkert grín. Við komum heim með svöðu sár, Óli með hælafar niður allan sköflunginn og ég með blóðuga stóru tá og bólginn ökkla. Svo ef þið eruð á leiðinni í svona partý verið þá vel skóuð og með góðar legghlífar ;o)
Bless í bilinu - Eyja
P.s. Núna verða allir að fara í Hagkaup og kaupa boli og peysur hannaðar af Ínu systur... hún nefnilega vann einhverja samkeppni hjá þeim! Til hamingju sæta...
<< Home