06 apríl, 2007

Gleðilega páska...

já... það er farið að síga á seinnihluta páskafrísins og Fjóla farin frá okkur fyrir löngu. Við erum nú samt búin að hafa það voða fínt og lítið gerst hérna megin við hafið síðan síðustu opinberu heimsókn lauk. Erum bara búin að vera í afslöppun og vídeóglápi sem er sko alveg ágætt svona inn á milli. En í tilefni páskanna ætla ég að setja inn nokkrar myndir frá undanförnum mánuðum í dk.


Fyrsta opinbera heimsóknin var Ínfín og Ranúr... Við vorum ekki mikið að taka myndir á okkar myndavél og finnst mér leiðinlegast að pokadýramyndin af strákunum var á vél þeirra skötuhjúa...
En hér er augljóslega verið að slaka á eftir erfiðan dag í búðunum... það tekur á að shop till you drop sko....


Næst á dagskrá voru svo Sigga og Maggi... þau voru ekki alveg jafn góð í búðunum og Ína, enda er erfitt að slá henni við!!
Hér erum við úti að borða og ég veit ekki hvað er á kinninni á Magnúsi en það lítur út fyrir að vera gott á bragðið... hehe


Eftir að Sigga og Maggi fóru heim komu Elísabet og Helga í dömuferð til okkar. Með þeim var farið oft út að borða og mmm það var sko gott.
Hér erum við stödd á Italiano og þjónninn loksins þagnaður. Það er með ólíkindum hvað þeir halda að þeir syngi vel þarna... Þær mæðgur fóru nú líka svei mér þá fram úr Siggu og Magga hvað verslun varðar en Ína trónir enn á toppnum og efast ég um að nokkur slái hana út... hehe


Þegar nær dró páskum millilenti Myriam hjá okkur. Það var alveg hreint magnað að fá hana og ég tala nú ekki um páskaeggið sem hún skildi eftir hjá okkur...
Við fórum eina ferð út að borða og er það með skondnari útaðborða ferðum sem við höfum farið. Löngu söguna af þessari ferð getið fengið þegar þið hittið okkur næst!!

Svo var sko komið páskafrí og vor í Kaupmannahöfn. Af því tilefni komu bæði Ása tása og Fjóla spóla við hjá okkur hjúunum. Veðrið var svooo gott að við fórum í túristalabb sem gerði nánast út af við Ólaf, held hann eigi seint eftir að ná sér.
Hér er verið að kíkja á dönsku hermennina í ratleik í Kastellienu.
Svo er Fjóla að sjálfsögðu alveg einstök og hún flutti heim til Íslands eins og eina gæludýrabúð.

Þetta appelsínugula er eitt af því sem Snotra eignaðist þegar Fjóla kom heim og við erum búin að fá að heyra að apinn vakti mikla lukku! Svo var ekki verra að það urðu eftir tvö páskaegg í viðbót hjá okkur þegar Fjóla var búin að koma í heimsókn...
Síðasta daginn með Fjólu var farið á Bakken og haldiði að Ólafur hafi ekki brett upp ermarnar og unnið handa mér risa bangsa! Mín varð ekki lítið ánægð ;o)
Þetta er sem sagt selurinn sem Óli veiddi og erum við enn að ræða það hvort hann á að heita Snorri eða Snati. Mér heyrist samt að Snati sé að festast við hann.

Svo við höfum sko haft í nógu að snúast síðan við vorum á Íslandi síðast...

Næst á dagskrá er svo bara að sjá hvort okkur tekst að búa til mat úr lambalærinu sem Helga og Elísabet færðu okkur til að borða um páskana... hvernig það fer heyriði kannski um síðar! Vonandi eru sem flestir hressir og kátir í kuldanum á Íslandi...

Gleðilega páska
Óli og Eyja

P.s. Ína og Rúnar... við rákumst á maríuhænuna í bænum... Hún bað kærlega að heilsa ;o)