26 mars, 2007

Forår

Ég held svei mér þá að það sé komið vor í DK. Það er alla vegana sól og blíða hjá okkur þessa dagana og við Óli njótum þess í botn. Fórum til dæmis í óvissuhjólatúr í gær og enduðum í ísbúð hérna rétt hjá sem selur ítalskan kúlu ís. Það var næs...
Annars bara tiltöluleg rólegheit í ganginum. Myriam stoppaði hjá okkur á leiðinni til Sviss í páskafrí í síðustu viku en Óli segir að það hafi bara verið millilending og teljist þess vegna ekki til opinberrar heimsóknar! Svo styttist í páskafrí og þá æglum við að hafa tærnar uppi í loft meira eða minna bara.
Svo bíðum við skötuhjúin bara spennt eftir næstu heimsókn sem hefst með viðhöfn á fim.kvöld. Það verður sko pottþétt brallað eikka sniðugt með Fjólu og Ásu báðar í takinu!

Annars langaði mig að setja upp smá getraun... Hvað er litli fíllinn að borða á myndinni í síðustu færslu?? Helga... þú mátt ekki svara!! Það eru vegleg verðlaun í boði fyrir rétt svar ;o)