24 mars, 2007

Undanfarnar 2 vikur.....og 4. opinbera heimsóknin!

Kommensiesæl,

Jæja, 3. opinberu heimsókninni lauk um þar síðustu helgi, en vegna mikilla anna (eða þannig) blogga ég ekki fyrr en nú. Þar sem ég var víst búinn að lofa upp í ermina á mér einhverjum myndum og var ekki að fixa þær fyrr en núna rétt í þessu, kemur hér örstutt blogg.

Móðir mín og litla systir voru hér í viku í þvílíku blíðviðri, 15 stiga hiti og sól næstum upp á hvern einasta dag. Á meðan mamma var á hressandi ráðstefnu í Gautaborg, fórum við Helga og spígsporuðum í gegnum Dýragarðinn...hef alltaf jafn gaman að fara þangað. Eyja komst því miður ekki með, þar sem hún var föst í skólanum.

Einnig var að sjálfsögðu verslað (þ.e.a.s. mamma og Helga)....við Eyja alltaf svo stillt í þeim efnum.

Hér koma nokkrar myndir, nánast allar úr Dýragarðinum:




Takk kærlega fyrir komuna mamma og Helga....verið bara velkomnar aftur í heimsókn. :)

Annars er það að frétta að 4. opinbera heimsóknin verður næstu helgi. Þá ætlar ungfrú Fjóla að bregða undir sér betri fætinum, stökkva upp í flugvél og kíkja á okkur skötuhjúin hér í Baunalandi. Stefnt er á verslunar-/rólegheitar-/dýragarðar- og áthelgi sem svíkur engan...vonandi. Einnig ætlar Dr. Ása Tása að stoppa hjá okkur í 2 daga áður en hún heldur heim á leið í kærkomið páskafrí, væntanlega kærkomið frí frá bókunum. Það verður því tvöföld ánægja næstu helgi....

Og síðan að lokum er það orðið opinbert að ég er farinn að mæta á fótboltaæfingar 2var í viku í Buddinge skole, sem er hérna rétt hjá okkur. Er ég þar að spila knattspyrnu með nokkrum fílefldum íslenskum karlmönnum sem eru flestir, að minni bestu vitund, búsettir á einhverju kollegíinu. Tilheyra þeir stórliðinu Boldklubben Ísborg sem ég er víst orðinn hluti af. Mjög skemmtilegt að hreyfa sig svona aðeins, svo maður verður ekki hnöttóttur þegar maður mætir á Frónið.

Jæja, allt of langt blogg...trúi ekki að nokkur nenni að lesa þetta..

Hilsen