24 september, 2007

Þreyta...


í ganginum... hjá skötuhjúunum á Dalstrikinu.

Ég hef nú svo sem enga góða afsökun fyrir þreytu... fór bara of seint að sofa í gær og var svo að hjóla í skólann í dag í fyrsta skipti síðan fyrir veikindi nánast held ég...

Ólafur hins vegar tók þetta með stæl. Hann hjólaði í skólann með eitt kitkat með sér í nesti, fór beint eftir skóla að spila badminton við Torbjörn vin okkar (sem er bæ ðe vei víst nokkuð góður í badminton) og var svo svangur þegar hann loksins ætlaði að leggja af stað heim á hjólinu að hann varð að stoppa hjá Indverjanum í DTU og kaupa sér kex. Svo hjólaði hann heim í þvílíkum mótvindi að maðurinn ætlaði varla að komast heim... Og þreyttur var hann og er enn held ég. Mér skilst líka að hann sé nú þegar kominn með strengi eftir badmintonið ;o) Kannski rétt að taka það líka fram að hann heldur því fram að þreytan sé aðallega tilkomin vegna þess að hann þurfti að vakna 07:00 í gær (sem var sunnudagur) til að mæta í knattspyrnuleik... og það er sko ókristilegur tími á sunnudegi!!


Annars bara allt rólegt að frétta... bara brjúlat að gera í skólanum eins og stundum áður en allt í góðum gír!