Sjúkdómafræði...
er ekki góð lesning fyrir manneskju eins og mig. Ég er búin að vera með nánast öll einkenni allra þeirra sjúkdóma sem ég hef lesið um til þessa og þetta hafa verið skemmtilegir sjúkdómar á borð við AIDS og hina ýmsu hjartasjúkdóma. Ég fékk verk sem leiddi út í vinstri handlegg hérna á tímabili hvað þá annað!!
Annars eru "alvöru" veikindin svona að yfirgefa mig hægt og rólega. Of hægt og rólega að mínu mati þar sem ég er ekki sú þolinmóðasta í heimi þegar kemur að því að liggja og gera ekki neitt. En þetta kemur...
Annars splæsti Óli í tvo miða á tónleika hjá þessum sæta þarna á myndinni 3. október næst komandi!!!
Ég hlakka geggjað til :o)
Svo til að þið heyrið nú sögur af Ólafi líka þá er hann náttúrulega ekki eins og fólk er flest! Hann kom ýkt ánægður heim úr tíma á mánudaginn og hafði lært fullt nýtt. En það var sko ekki í sambandi við skólann sem hann var að læra... neinei, hann hafði séð strákana fyrir framan sig vera að spila svona geggjaðan tölvuleik sem hann bara varð að prófa. Og nú situr hann daginn út og inn og spilar höfrungaólympíutölvuleikinn eins og vindurinn! Og þetta er ekki einu sinni nálægt því að vera spennandi eða skemmtilegur tölvuleikur... Og bæ þe vei þá var hann að ná nýju meti, 4,5 milljónir!!! Sumir eiga sér ekkert líf... hehehe
<< Home