20 október, 2007

Og Óli fékk að fara í ZOO


Það var nú hálf kjánalegt að vera í haustfríi og nota ekki góða veðrið til að fara í ZOO svo við skelltum okkur í heimsókn í gær. Þetta var voða fín ferð, en það bregst ekki, það er skítakuldi í dýragarðinum alltaf. Vorum í úlpu og með húfu og vettlinga auk þess sem undirrituð var að sjálfsögðu í sokkabuxum til öryggis og það veitti sko ekki af. Annars vil ég meina að ég hafi ekki verið minni attraction en dýrin... er nefnilega svo "heppin" þessa dagana að ég er með frunsu sem þekur hálft andlitið og vekur hún töluverða athygli. Það er ekki gaman...

Annars eru bara rólegheit hérna megin þar sem við þurfum að hafa nóga orku þegar Ína og Rúnar birtast... og það er ekki nema vika þangað til. Vona bara að Ína verði með smá geðheilsu eftir þegar þar kemur sögu, listinn sem hún er með yfir verkefni og aðra gleði sem ganga þarf frá í vikunni var svo langur að mig svimaði! Er hætt að væla í bili alla vegana...

Svo erum við búin að fjárfesta í flugmiðum heim um jólin og verðum á klakanum um miðjan dag 17. des. Svo verður haldið norður yfir heiðar mjög fljótlega upp úr því. Og þar sem Danirnir vinir mínir voru svo indælir að setja á eins og eitt ljótt próf rétt rúmlega áramót þá förum við aftur út 27. des!! Sem er náttúrulega bara rugl. En við eigum stefnumót við Halla og Yeldu um áramótin svo það lítur út fyrir að við verðum í Svíþjóð þessi áramót. Það verður gaman að prófa það ;o)