16 október, 2007

Vetrarfrí

Já, við erum í fríi og það er snilld. Verst að maður verður automatiskt latur þegar maður er í fríi.

Annars er bara gott að frétta. Við hittum Magga á föstudaginn og fengum fullt af osti svo nú verður sko standandi pastaveisla fram að jólum. Maggi var bara hress, og mér skildist á honum að restin af þessum Fjölnismönnum væri jafnvel enn hressari. En ég veit ekki betur en að þeir séu allir komnir heim til Íslands meira eða minna heilir...

Helginni eyddum við síðan í rólegheitum í Malmö með Halla og Yeldu. Það var voða fínt og svooo mikil afslöppun. Pabbi hennar Yeldu rekur líka eina af sætari búðum sem ég hef komið í. Hann selur te og allt sem til þarf við að drekka te og ég alveg missti mig í búðinni. Sit núna eins og fín frú með nýjan bolla og margar tegundir af te-i ;o)

Svo er ég bara að reyna að berja Ólaf áfram við lesturinn. Það gengur hins vegar ekki neitt svo ég er að hugsa um að gefa það bara upp á bátinn. Það er nóg að vera bara stressaður yfir sínu eigins námi held ég :o) Veit heldur ekki hvort Óli sé neitt svo ánægður með þessa afskiptasemi mína... ef út í það er farið. Næst á dagskrá er samt að fara í Zoologisk have þegar hann er búinn að vera duglegur á minn mælikvarða... verður spennandi að sjá hvort það tekst... hihihi