Afmælisblogg
Í dag á frú Borghildur Ína afmæli. Að hennar sögn eru árin gríðarlega mörg, eða 24 ár, sem er nú alls ekki svo mikið miðað við gamla manninn hérna á kantinum.

Sýnishorn af gömlu, gömlu.
Við skötuhjú í Danmörku óskum þér til hamingju með afmælið Ína mín og við hlökkum til að sjá þig í næstu viku :)
Annars höldum við áfram að plögga nýju fötunum hennar Ínu í Hagkaupum. Skv. áreiðanlegum upplýsingum er allt að tæmast í hillum Hagkaupa og því fer hver að verða síðastur til að tryggja sér fat/föt úr fyrstu sendingu. Hægt er að sjá úrvalið í verslunum Hagkaupa eða með því að klikka á linkinn hér.
Hilsen,
Óli
<< Home