06 apríl, 2008

Eitt góðverk á dag kemur skapinu í lag...

Í dag, sunnudag, vaknaði ég kl. hálf tíu, klæddi mig, borðaði og tölti svo af stað með vinkonu minni að taka þátt í landssöfnun Kræftens Bekæmpelse. Við sáum það að við gátum alveg gefið 2 tíma á sunnudagsmorgni í að rölta um hverfið og safna pening sem síðan fer til rannsókna og baráttu gegn krabbameini. Annars hefði maður bara legið sofandi og það er náttúrulega bara tímaeyðsla... Ástæðan fyrir því að við tókum þátt er ekki síst sú að fyrir viku síðan dó einn prófessorinn sem kenndi okkur í KU úr krabbameini og mamma hennar Helle sem ég er að vinna verkefni með er að berjast við þennan sjúkdóm fyrir svo utan alla hina sem maður þekkir. Og ég stend í þeirri trú að það sem Danirnir finna fram til skilar sér líka til Íslands. Svo nú get ég farið að sofa með góðri samvisku sérstaklega þar sem þessi söfnun setti met! Það munar sko um mann :o)