Brjálað að gera...
Já... það er alveg vitlaust að gera hérna hjá okkur þessa dagana... og þess vegna hefur bloggið eikka setið á hakanum. Við erum búin að vera í matarboðum og afmælum og ég veit ekki hvað og hvað inn á milli þess sem við erum að borða paradis-ís. Án efa sá besti sem boðið er upp á í Köben. Ólafur er líka á leiðinni í próf og gerir það fyrir mig að dunda sér við að læra fyrir það þessa dagana. Málið er nefnilega að ég er stressuð þó að mín próf séu nánast liðin tíð og ekkert í vændum þetta vorið, ég er bara stressuð fyrir hans hönd. Svo það er eins gott að maðurinn læri ;o)
Svo er Eurovision-maraþonið náttúrulega hafið... og haldiði ekki bara að einn af mínum uppáhaldsskautadönsurum hafi birst í Eurovision. Hann gat að vísu ekki sýnt alveg hvað hann getur því svellið var svo lítið... en hann er samt svona nördalega kúl! Og þetta heldur víst áfram á morgun og á laugardaginn þó svo að það fari ekki mikið fyrir þessu hér ef miðað er við allt sem stendur til í sambandi við kóngabrúðkaupið sem einnig er á laugardaginn. Það er standandi bein útsending frá því aumingjas brúðhjónin fara á fætur og nánast þangað til að þau fara að sofa... það er sko jafngott að vera ekki royal verð ég nú bara að segja...
Annars erum við alltaf að læra eikka nýtt hérna megin við hafið og er það nýjasta...
flödebolle með marsípan botni... OMG það er sko gott... slef,slef! Við vorum ekki lengi að stúta 4 svoleiðis sem stelpurnar færðu mér um daginn. Ég var svo góð að gefa Ólafi með mér nebblega... íhugaði það samt lengi vel að borða þær bara allar sjálf!
Annars bara bestu kveðjur úr Danaveldi...
Eyja
<< Home