15 júní, 2008

Einskær leti...

og jetlag og EM hefur orðið til þess að enn hefur ekkert verið bloggað um ameríkuferðina miklu.
Ferðin var náttúrulega algjör snilld... þeir sem eru spenntir að sjá myndir og ekki hafa enn kíkt á bloggið hennar Fjólu geta séð gott yfirlit hér. Það þarf bara aðeins að skrolla niður hjá henni :o) Við skemmtum okkur konunglega... fórum í nokkrar búðir... sightseeing... roadtrip og bara allan pakkann. Ferðalögin fram og til baka reyndust samt aðeins lengri en ég hafði búist við. Ég var aldrei búin að hafa fyrir því að reikna út hversu langt flugið var í heild... það reyndist um 15 tímar hvora leið... Mikið fjör. Og ég er víst líka doldið krimmaleg á amerískan mælikvarða... það þurfti að hræra í töskunni minni í Atlanta á leiðinni til SF og í SF á leiðinni heim leit ég víst út fyrir að vera með sprengiefni í farangrinum og var stungið inn í einhvern blástursklefa með öllu tilheyrandi. En bara takk enn og einu sinni fyrir fjörið Fjóla... þetta var sknilld!!

Um helgina komu svo Sigga frænka og Pétur í heimsókn. Þau eru búin að vera á ferðalagi um heiminn í 3 vikur og fóru heim í morgun. Við notuðum tímann þeirra í Köben vel og tókum Tívolí með trompi í gær... turpas og öll tækin prófuð... eða svona næstum. Við nenntum náttúrulega ekki í barnatækin... Ólafur var samt samur við sig og fór ekki í neitt tæki. En hann vann höfrungabangsa handa mér... svo við erum á góðri leið með að koma okkur upp sædýrasafni ;o)

Svo er farið að styttast í Berlínarferð sem þýðir að það er mjög farið að styttast í að Ólafur yfirgefi mig... því miður. En svona er lífið. Hann kemur ekki til baka fyrr en í september... en ég lifi þetta af...

Vonandi hafið þið það bara sem best...
mvh. Eyja