14 júlí, 2004

Veikindi

Ég þoli ekki að vera lasin. Allt sumarið í fyrra fór í lifrarbólgu C og eins og Sigurveig segir, þá næ ég mér alltaf í einhverjar skrítnar veikir. Núna er hins vegar í gangi bara hálf veiki. Er mjög slöpp en ekki nógu veik til að mæta ekki í vinnu. Óli náði hins vegar að fá hita svo hann er búinn að vera heima bæði í gær og í dag. Þetta er sem sagt búinn að vera mjög erfiður dagur í vinnunni. Því betur er hann nánast alveg búinn. Gleymdi að segja frá því í gær að Ríkey kom í opinbera heimsókn á Rauðalækinn á mánudagskvöldið. Hún kom meira að segja með köku og allt. Annað eins kökupartý hefur ekki verið haldið, hvorki fyrr né síðar, á nýja heimilinu.
Ég er orðin sannfærð um að smiðirnir sem vinna fyrir utan gluggann minn ættu að vera á hæli. Í dag tóku þeir upp á að baula þarna fyrir utan. Hvað er það? Fullorðnir menn standa fyrir utan og baula. Þetta er náttúrulega eitthvað grín. Svo gerðust undur og stórmerki í gær. Ég, Svenni og Fjóla rumpuðum af skýrslunni úr heimsókninni í otvo. Þokkalega maður, hún er meira en ein blaðsíða (á einu og hálfu línubili, en það fylgir ekki sögunni). Verð samt að reyna að vinna aðeins áður en ég fer heim. Hef ekki náð að sýna mitt rétta andlit hérna í vinnunni alla vikuna, fyrst vegna helgarinnar og svo vegna hálfrar veiki... Heyrumst betur síðar!!