Danir eru erfiðir...
og líka skrýtnir. Hringdi í gær upp í DTU og þá fannst umsóknin mín um flutning á einkunnum ekki. Það var ekki alveg það sem ég þurfti að heyra en það átti að fara að leita og svo á ég að fá e-mail á mánudaginn með niðurstöðu leitarinnar en líklega engar fréttir um flutninginn.
Svo verð ég að segja ykkur frá konunni á bókasafninu í Panum. Við erum að tala um það að hún er með mottu. Hún er með svo svart yfirvaraskegg að það er eitthvað grín. Ég ræð ekki við mig og stari alltaf á hana ef ég á leið þarna um til þess að vera viss um að mig hafi ekki verið að dreyma. En það er alltaf eins, hún er með skegg.
Svo fór ég í gær og keypti mér náttföt svo ég verði ekki úti hérna á nóttunni og þá mætti ég skrítnu fólki. Það er náttúrulega ekki til að tala um að mæta skrítnum rónum og einhverjum Cristianiu búum en ég mætti stelpu, held alla vegana að það hafi verið stelpa, og hún var með broddaeyrnalokka hringinn í kringum munninn. Hvernig ætli það sé að kyssa hana??? Rétt á eftir þessari fegurðardís labbaði svo strákur sem var með röndótt hár. Við erum að tala um að hann var eins og sebrahestur í einum auka lit þar sem hárið á honum var svart, hvítt og rautt í röndum. Svaka smart. Sé svolítið eftir að hafa ekki spurt hann hvar hann fari í klippingu þar sem ég er komin með sítt að aftan eins og versta eitís gella!
Var að byrja að lesa sjúkdómafræði á dönsku. Það gengur svo illa að ég er að deyja við þetta. Góð sjúkdómafræði það, sem drepur lesendurna úr leiðindum. En til þess að lifna aðeins við eftir þetta er stefnan tekin á Mean Girls í Palace. Ég var bara sátt með að Danir eru seinni en allt í bíómyndunum þegar ég sá að ég gat enn séð hana í bíó!
<< Home