Svona fór um sjóferð þá
Þetta er með ólíkindum. Ég ákvað að skrifa ekkert í gær þar sem ég var svo pirruð að ég hefði örugglega skrifað eitthvað ljótt sem ekki hefði verið við hæfi!! Annars er það í fréttum hjá mér að það eru enn tvær vikur í svarið frá DTU. Það þarf að fara fyrir nefnd og í síðustu tilraun kom eitthvað upp á svo það var ekki farið yfir umsóknina. Þetta er náttúrulega tær snilld. Ég held ég eigi aldrei eftir að taka Dani í sátt eftir allt sem ég hef lent í síðan ég fékk bréfið um að ég var tekin inn í vitlausa deild. En ég nenni ekki að tala um þetta meira. Þetta kemur í ljós og þá verður allt ákveðið. Hvort ég verð eða fer heim og hvort Óli kemur eða ekki. Ljósið í myrkrinu var samt að ég fékk pakka í gær. Mamma og pabbi sendu mér armband sem þau keyptu handa mér í Króatíu. Geggjað flott, ég var ekkert smá ánægð.
Annars þá er verklegt í tveimur fögum á morgun til þess að hressa mann við eftir fjögurra daga helgi. Eins gott að það sé ekki í hverri viku maður, það myndi steikja í manni heilann held ég. Og í dag eru einungis 10 dagar þangað til ég fer heim í frí. Eftir allan pirringinn undanfarna daga get ég ekki neitað því að ég hlakka til. Á samt enn eftir að kaupa afmælisgjöfina hans Óla. Verð að koma því í verk áður en ég fer heim. Strákurinn er nú einu sinni að verða 25 ára.
Annars ætla ég að mæla með Mean Girls fyrir þá sem þurfa að hlæja og gera ekki kröfu um mjög djúpan söguþráð!! Við Ragnheiður skemmtum okkur alveg mæta vel...
<< Home