03 október, 2004

Sniðugt!!

Ég er að fara heim á föstudaginn. Váá hvað það verður gaman. Mamma og pabbi gáfu mér flug norður og ætla ég mér að dvelja hjá þeim í góðu yfirlæti fram á mánudag. Ég á sko bestu foreldra í heimi. Kærar þakkir fyrir mig. Ólafur er að fara til Möltu á fimmtudaginn svo hann verður hvort sem er ekki heima til að taka á móti mér og því best að skella sér bara norður yfir heiðar.
Annars þá er þetta búið að vera nokkuð rólegur dagur hjá mér í dag. Var að rembast við að lesa sjúkdómafræði og er búin að komast að því að ég er með ristilkrabbamein, þarmakvef, gastroenterit og ég veit ekki hvað og hvað. Og lifrarsýkingin sem ég fékk í fyrrasumar var bara rétt við hliðina á krabbameini í briskirtli. Svona er nú lífið ótrúlegt. Annars þá fór töluverður tími í eðlisfræðikennslu í gegnum msn. Það er farið að ganga svona líka ljómandi vel svo ég er farin að íhuga að taka þetta bara að mér! Eldaði svo lasagne í kvöldmat og þvoði næstum alla brjóstahaldarana mína þar sem upp var komið brjósahaldarahallæri! Íhugaði það samt að henda bara þessum skítugu og skella mér bara í H&M og kaupa nýja, en þar sem fjárhagurinn hefur séð sinn fífil fegri varð þvotturinn niðurstaðan!!
Svo er ég bara að hugsa um að biðja að heilsa í bili því það er kominn háttatími í DK. Heyrumst síðar...