10 nóvember, 2004

Annar í veikindum

Sumir myndu kannski segja fjórði í veikindum, en það er bara skilgreiningaratriði... Annars þá svaf ég nánast allan daginn í gær svo það gerðist nú ekki mikið merkilegt hjá mér. Ég náði samt að horfa á þrjá þætti af ørnen, einn þátt af friend's og einn af CSI. Geri aðrir betur. Svo er ég búin að vera að skoða royal brúðkaupið sem ég missti af vegna prófa í vor í bak og fyrir á netinu. Það er svo sem ágætt að verða bara lasinn annað slagið, ha. Ég var svo öll að koma til þegar ég vaknaði í morgun og þess vegna skellti ég mér bara í skólann. Eftir fjóra tíma í skólanum var ég hins vegar gjörsamlega að deyja. Án nokkurs gríns. Svo ég skellti mér í strætó og í búðina og keypti þrjá tegundir af súkkulaði og svo mjólk til að drekka með og svo heim. Ég blótaði töluvert að búa á fimmtuhæð í lyftulausu húsi í dag. Ætlaði hreinlega ekki að komast upp alla þessa stiga. Það var þess vegna bara borðað rúgbrauð með lifrarkæfu og svo farið að sofa. Og ég svaf að sjálfsögðu lengur en ég ætlaði mér. En nú er ég sem sagt að rembast við að laga minn hluta af þessari skýrslu fyrst þetta var ekki alveg rétt upp sett í fyrstu tilraun og þetta er bara alveg jafn hressandi og síðast. Mamma segir samt að ég eigi ekki að vera með áhyggjur af þessu, krónprinsessan hafi haft tvo einkakennara í heilt ár áður en hún fór að tala dönsku. Svo kannski kemur þetta allt saman með tímanum. Vonum það alla vegana. Annars þá held ég að ég hafi smitað Óla í gegnum skype eða msn því hann fór veikur heim úr vinnunni í dag. Nema þetta sé samúðarveiki mér til heiðurs. En hvað sem því líður þá þýðir ekkert annað en að fara að hrista þetta af sér. Opinbera heimsóknin dynur á hvað úr hverju... JEY! Ég get hreinlega ekki beðið eftir að fá liðið í heimsókn. Kannski ég ætti samt að reyna að muna eftir að fá lánaða sæng hjá Siggu frænku svo því verði ekki alltof kalt... hver veit!