13 maí, 2005

DK

Ég er búin að komast að því að Dönum er illa við okkur Ásu. Hún er nefnilega held ég enn óheppnari en ég í sínum viðskiptum við Dani. Spurning hvort að USA-menn verði mér líka svona erfiðir í sumar...

Annars þá er ég alltaf að upplifa eitthvað nýtt hérna megin við Atlandshafið. Er til dæmis búin að vera með hálsbólgu í eyranu í tvo daga núna. Ekki sérstakt, sko. Í Danmörku eru sniglarnir líka sætir, þeir eru með stórar röndóttar skeljar á bakinu, annað en aumingjasniglarnir á Íslandi sem ekki nenna að dröslast um með neitt á bakinu. Svo er grænlenski róninn sem ég labba fram hjá á leiðinni í skólann á morgnana búinn að eignast vin, annan grænlenskan róna. Held alla vegana að þeir séu grænlenskir. Í DK heitir líka hvítasunnan pinse sem mér persónulega finnst mjög ljótt nafn. Hins vegar slá þeir okkur út þegar kemur að uppstigningardeginum, hann heitir nefnilega kristihimmelfart, mjög svo skemmtilegt og lýsandi nafn að mínu mati. Svo lærði ég í Tívolí í kvöld að Big fat snake er mjög slöpp hljómsveit sem eru að meðaltali með tvö sóló í hverju lagi og textinn inniheldur aldrei fleiri en 10 orð. Áhugavert, ekki satt?!!