Heimkoma með öngul í rassinum
Sæl veriði.
Var maður að skríða heim í einmanalegt heimilið sitt eftir mikla veiðiferð um helgina. Fórum við saman 7 í Reykjadalsá fyrir norðan s.s. ég, pabbi, guðni, stanley, gummi siemsen, árni siemsen og guðjón haraldsson. Sjálfsögðu veiddi ég minnst af öllu og vil ég kenna fiskunum alfarið um þessa óheppni. Magnað þegar við stanley veiddum alltaf saman, ég kastaði iðulega fyrst í hylinn nokkrum köstum með sömu flugu og stanley var með, en gafst svo upp eftir nokkur köst. Kemur þá stanley askvaðandi með sinn dropper (aðeins fyrir lengrakomna að skilja) og hirðir alla þá fiska sem eftir voru í hylnum. Aflinn fyrir 3 daga hjá mér voru því 3 sardínur sem verða settar í dós og ofan á brauð (eða næstum því). En maður vonar bara að sumarið leiki betur við mig veiðilega séð þar sem við förum aftur í ánna í lok júlí.
Annars var veðrið rosalega fínt, sól og blíða en smá vindur sem var ekki hliðhollur fluguveiðimönnum. En gaman var þetta samt, nóg af rauðu og grillað ótæpilega.
Næst á dagskrá er svo að koma sér á nokkrar fótboltaæfingar, vinna eins og tittlingur og skella sér svo aftur norður næstu helgi í útskrift hjá ínu litlu ásamt Eurovisionpartýi. Jaa, ég vona allavegana að ég fái að horfa á Eurovisionið....ína, ekki satt??
Spurning um að kippa einni rauðri með norður....hmmmm..
Annars er Eyja gríðarlega dugleg þessa dagana að læra fyrir próf og er ég hrikalega stoltur af henni. ;) Hún Jóhanna er í heimsókn hjá henni núna og er eyja að sjálfsögðu búin að fara með henni túristahringinn að ógleymdu út að borða á staðnum á litla strikinu, sem er afar góður. Get ekki neitað því að maður öfundi jóhönnu töluvert á að vera þarna núna...urrrr..
Yfir og út,
Óli
<< Home