20 maí, 2005

Júróvisíon dauðans

Jæja, þá er þetta búið hjá Íslandi. Agalegt alveg.
Selma stóð sig nú samt alveg ágætlega....en hvað var málið með fötin? Var hún í náttfötum eða....???
En í þessari júróvisíon keppni gildir sama aumingjapólitíkin eins og alltaf.... nágrannar kjósa nágranna. Og þar sem flest löndin sem voru í undankeppninni komu frá balkanskaganum þá að sjálfsögðu komst Ísland ekki áfram. Lönd eins og Króatía og Macedonia komust áfram, allt út af því að þau eiga góða að. En svona er þetta....
Frændur vorir danir komust áfram með þokkalegt lag. Samt frekar dapurt að sjá 5 karlmenn að dansa á sviðinu....
Þá verður maður greinilega að halda með einhverju öðru landi en Íslandi á laugardaginn....og hef ég ákveðið að stórlagið Cool Vibes frá Sviss verði fyrir valinu. Ansi hreint magnað lag þó að greyið stelpurnar kunni ekki mikið á hljóðfæri.

En nóg um Júróvisión.......

Fyrsti leikurinn í utandeildinni á mánudaginn og verður ansi fróðlegt að sjá hvernig sá leikur æxlast. Maður er í svona frekar döpru formi.....en samt ekki í versta forminu þannig að maður fær a.m.k. að spila eitthvað.

Stefnan er sett á Norðurland á morgun þar sem farið verður í útskriftina hjá ínu ásamt því að kíkt verður á stórskemmtistaðinn Sjallann.....verður án efa magnað. Verst bara að Eyja mín geti ekki komið með...................en svona er það, maður getur því miður ekki gert allt. :S

Ætli það sé ekki best að koma sér í beddann....eða öllu heldur lesa nokkra kafla í bókinni sem ég er að lesa.....gríðarlega spennandi, Digital Fortress eftir Dan Brown. Heldur manni alveg við efnið þó að megin þorri bókarinnar fjalli um tölvur....akkúrat á mínum heimavelli! :S

Yfir og út.....
Óli