21 október, 2005

Heima er laaaang best!

Ég er búin að hafa það svooo gott undanfarna viku. Búin að vera í svo miklu dekri og búin að borða svoo mikið af góðum mat og sofa og leika mér og hitta bara næstum alla. En nú er þessu bara að ljúka. Er á leiðinni til baka til DK á sunnudaginn og held að þá hefjist stressmánuðir dauðans. Er ekki búin að vera mjög virkur námsmaður þennan tíma sem ég hef verið hérna heima og fæ það að öllum líkindum í hausinn strax og ég lendi í Köben. En skítt með það, það er búið að vera geggjað að vera heima!!
Annars er bara lítið að frétta á þessu vígstöðvunum. Ég er orðin hooked á sudoku og hef eytt miklum tíma í þetta undanfarið. Held bara að ég verði að kaupa mér bók með svona áður en ég fer í flugið á sunnudaginn. Mér leiddist nefnilega geggjað á leiðinni hingað því ég hafði ekkert að lesa og ekkert að gera. Ætla ekki að klikka á því aftur! Svo er ég búin að taka smá húsmóðurtakta á Rauðalæknum og bakaði meira að segja brownies í gær. Að vísu með hjálp frá Betty vinkonu minni, hún er nefnilega svo duglegur bakari.
Annars þá hef ég bara ekkert að segja meira í bili held ég. Ætla að fara og spila smá sudoku áður en ég fer að gera eikka af viti...