Ólarnir mínir...
eiga afmæli með 7 daga millibili og er síðasti dagur í millibili í dag. Langaði þess vegna bara að nota tækifærið og segja til hamingju með afmælið sætu!! Þið eruð bestustu Ólar í heimi...
Annars bara lítið að frétta af vígstöðvunum... Farið að hitna í kolunum og fyrstu risaskýrsluskil á mánudaginn eftir viku. Og svo farið að styttast óþægilega mikið í jólapróf, sem alltaf er jafn hressandi tilfinning. Og jólastressið og jólainnkaupin og ég veit ekki hvað og hvað. Mig vantar líka hugmyndir um hvað ég á að gefa Ólafi í jólagjöf svo ef þið hafið hugmyndir megiði senda mér email á s041926@student.dtu.dk !! Ekki skrifa það í komment þar sem Óli getur séð það þar... og Óli þú mátt endilega koma með hugmyndir líka ;o)
Annars þá græddi ég heilan klukkutíma um helgina. Erum komin á vetrartíma í DK sem var mjög ánægjulegt á sunnudagsmorguninn. Maður gat bara sofið fram að hádegi og samt var ekki komið hádegi. Ég fíla sko miklu betur að skipta yfir á vetrartíma en sumartíma. Svo er líka böggandi að vera á sumartíma því þá er klukkan alltaf orðin svo mikið þegar Óli loksins vaknar og kemur á msn... hehe!
Er annars að hugsa um að skella mér í sængina eins Danir segja og breiða yfir mig dýnuna og hrjóta hátt og mikið þangað til á morgun... Góða nótt
<< Home