13 janúar, 2006

Föstudagurinn 13

Jæja, ætli það sé kannski ekki bara kominn tími á smá blogg... Er búin að vera í einhverju því stærsta letikasti sem sögur fara af. Annars líður tíminn bara geggjað hratt eikka og ég alveg að koma heim. Er búin að vera viku á audiologisk afdeling á Bispebjerg hospital í praktik núna og það er mjög stille og roligt. Er samt búin að læra ýmislegt sem ég ekki vissi að væri hluti af meðhöndlun á svona deild svo þetta er bara búið að vera fínt.
Annars er það sem merkast er í fréttum það að um síðustu helgi fórum við Guðbjörg svona að kanna mannlífið í bænum. Fórum í búðir og keyptum smá, það eru nú einu sinni útsölur!! Og svo dróg ég Guðbjörgu með mér í Fona, en hún hafði aldrei farið í þá búð. Þetta er búð sem selur dvd og geisladiska á sanngjörnu verði og ætlar Guðbjörg að kenna mér um alla cd og dvd sem hún á eftir að kaupa þarna það sem eftir er vetrar... hehe. Svo vorum við bara í röð að fara að borga og hvað haldiði. Rétt á undan okkur í röðinni stendur prinsesse Alexandra!! Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé einhver úr kóngafjölskyldunni og Guðbjörg þekkti hana ekki fyrr en ég benti henni á hana. Við vorum ekkert smá ánægðar með að hafa séð celebrity!! Þarf svo lítið til að gleðja okkur!!
Annars er ég bara að íhuga að fara að baka köku handa dönskulingunum sem ég er búin að bjóða heim á sunnudaginn. Ætla líka að elda pasta en er í þeim pakka núna að ein má ekki borða mjólkurvörur og tvær mega ekki borða kjöt nema því sé slátrað á réttan hátt og mega alls ekki borða svínakjöt. Það er bara brillíjant þar sem það er meðal annars mjólk, piparostur, skinka og pepperoni í pastaréttinum... Ætla að leysa þetta bara með fullt af salati og hvítlauksbrauði því pastarétturinn verður eldaður!!
Vi snakkes - Ø