01 febrúar, 2006

Ísland... eiginlega best í heimi...

Já krakkar mínir, nú er ég komin með lögheimili á Íslandi aftur. Og verð líklega með lögheimili hérna næsta árið eða svo. Það var ekkert mál að fá lögheimilið græjað, mæli hins vegar ekki með Tryggingastofnun Ríkisins... það er ekkert tekið neitt sérstaklega vel á móti manni þar. Ég hef ekki flutt heim frá útlöndum áður og þurfti að fara með eikka blað þarna niður eftir. Vissi ekkert hvernig ég ætti að snúa mér og í ofanálag er bara komið fram við mann eins og heilalausan hálfvita. Var mjög fegin þegar ég labbaði út og hef heitið mér því að verða aldrei starfsmaður í afgreiðslunni þarna.
Annars er ég heimavinnandi húsmóðir þessa dagana og það þurfti ekki viku til að ég yrði þreytt á því. Hélt að ég myndi njóta þess í botn og myndi jafnvel halda út í 10 daga en svo gott er það nú ekki. Er búin að vera heimavinnandi í svona 6 daga og er að fara á límingunum. Ef það væri ekki EM í handbolta væri ég farin á límingunum.
Svo er það nýjasta að póstþjónustan í DK er þroskaheft eða eikka þaðan af verra. 20 kg kassinn minn, sem var vandlega merktur Óla á Íslandi, endaði í einhverju fyrirtæki í Danmörku. Það stóð að vísu CM-Lab á helvítis kassanum en ekkert heimilisfang nema Rauðalækur 53... því betur hringdi kallinn sem fékk kassann í Óla og þeir skildu ekki upp né niður í þessu. Lofuðu að fara með kassann aftur í póst svo nú er bara að bíða og sjá... Ég hlýt að vera cursed þegar það kemur að DK og pósti...