28 febrúar, 2007

Snestorm og heimsókn

Kommensiesæl

Síðasta vika hér í DK einkenndist af "brjáluðum" snjóstormi sem setti allt á annan endann hér í Köben. Strætisvagnar og lestar hættu að ganga, skólar og vinnustaðir voru lokaðir og út um allt voru spólandi bílar á sínum fínu sumardekkjum. Okkur Eyju fannst þetta frekar skondið þar sem ekki var um mikinn snjó að ræða, að minnsta kosti ef borið er saman vetraríkið í norðri (lesist Húsavík). Krakkarnir í köben voru svona líka ánægðir með snjóinn að heilu leikskólarnir voru saman komnir í "brekkunni" fyrir utan húsið okkar og skemmtu sér konunglega með sleðana sína, nánast á jafnsléttu.
Það versta í þessu veðri var samt sem áður það að einn daginn vöknuðum við Eyja við það að ekkert netsamband náðist héðan af Dalstrikinu, sérstaklega slæmt þar sem húsfaðirinn brúkar netið í vinnunni. Eyja hringdi þá strax um morguninn og fékk símsvara: "På grunden af snevejret opner vi klokken 10. Ring venligst efter 10". Alveg svakalegt. Þá var víst lítið annað að gera en að bíða þar til klukkan slóg 10 og hringja aftur þá.
Eyja hringir svo klukkan 10 og er þá númer 50 í röðinni. Greinilega fleiri frekar pirraðir á þessu, sérstaklega þar sem sjónvarpið datt út líka. Þegar greyið Eyja fær svo loksins samband við þjónustufulltrúann fær hún þau svör að raki hafi komist inn á sendistöð TDC í hverfinu og viðgerðarmennirnir eru veðurtepptir, þannig að þau geta lítið annað gert en að bíða. Alveg sérstaklega kómískt sérstaklega þar sem einungis var um nokkurra sentimetra jafnfallinn snjó að ræða.
Þetta reddaðist að sjálfsögðu á endanum....þegar sólin skein og þurrkaði sendistöðina.

Annars var innrás frá Fróni um helgina....ungfrú Sigríður og ungherra Magnús voru í besög. Planið var að fara til Malmö á laugardeginum og í Zoologiskehave á sunnudeginum en vegna snjóstormsins var ákveðið að hætta við þau plön, þó svo að ég hefði nú alveg verið til í að vera veðurtepptur í dýragarðinum. :)
Áttum annars notalega helgi og brölluðum ýmislegt, borðuðum góðan mat og drukkum gott vín (við Maggi þá). Það voru engu að síður tvær setningar sem lifa í fersku minni eftir helgina:

"Sniðið var ekki alveg að passa, og svo voru þær líka fóðraðar" - Maggi eftir að hafa skellt sér í leðurbuxur í Fisketorvet.

"Jiiii, hihiihihhihhihihi" - Sigga og "Þetta hlýtur að vera bannað innan 18, trúi ekki að þau hleypi unglingum inn á þetta" - Eyja inni á Museum Erotica.

Myndir á næsta leyti...skelli inn vel völdum myndum úr Dýragarðinum og hugsanlega einhverju meira á næstunni.....

Hilsen,
Óli