02 maí, 2007

Enn eitt Ikea ævintýrið

Jæja.....enn og aftur gerðum við Eyja okkur að fíflum í dag....og núna á leiðinni heim úr Ikea.

Þannig er mál með vexti að Eyja hringdi í mig klukkan 13:00 að staðartíma í dag og spurði hvort ég vildi ekki bara hjóla niður í Ikea (10 mín hjólatúr) og hitta hana þar (hún var s.s. í skólanum) og við myndum fá okkur hádegismat saman (Swedish meatballs.....klikka seint). Ekki var hugmyndin sú að við myndum kaupa eitthvað svakalegt....kíkja bara aðeins og borða svo...kannski fá ís í eftirrétt.
En önnur varð raunin.........

Eftir hálf brösulega ferð niður í Ikea, þar sem Eyja þurfti að koma fyrst heim til að opna hjólageymsluna (hún var s.s. með hjólageymslulykilinn á sér og hjólið mitt þá læst inni) , að þá komumst við loks þangað hálftíma síðar.
Við röltum í hægðum okkar (mjög smekklegt) um búðina sem var nánast fokheld "på grunden af ombygning"...þannig að við skelltum okkur bara beint í sænskar eftir að hafa séð þessa fínu plaststóla sem við ætluðum að versla á svalirnar.
Eftir sænsku bollurnar og pastað og vonda sænska gosið, röltum við í átt að lagernum. Þá sáum við þetta "tilboð sem við gátum ekki hafnað" sem hljóðaði upp á 2 stóla og borð á aðeins 299 dKr, þessi fínustu garðhúsgögn. Við snarhættum við plaststólana og kipptum þessum níðþungu stólum og borði út. Á leiðinni að kassanum sáum við (eða Eyja) einmitt annað tilboð sem var glapræði að hafna...12 risastór glös á verði 6, eða eitthvað slíkt.
Nú jæja...þá drifum við okkur á kassann áður en fleira týndist ofan í körfuna og borguðum.
Við röltum því næst út úr Ikea, södd og sæl, með þessi fínu garðhúsgögn, 12 glös (níðþung svona upp á spaugið) og þessar fínu sessur (beinaberu rassarnir okkar verða að geta setið klukkutímum saman á þessum stólum) og uppgötvum þá okkur til mikillar skelfingar...............Aaaaandddskkotinnnn......við erum á hjólum!!!!
Jæja..við höfum svo sem keypt annað eins og labbað/hjólað heim þannig að við gerðum heiðarlega tilraun til þess að gera það einnig núna. Eftir 5 mín gang með allt draslið vorum við aðeins komin svona 10 metra frá Ikea búðinni.
Þá kemur Eyja með þessa fínu hugmynd um að ég myndi bara skoppa yfir götuna og fara í strætó með garðhúsgögnin, hún myndi læsa hjólinu mínu hjá Ikea og hjóla svo heim á sínu hjóli með glösin og sessurnar. Ég staulast yfir götuna með húsgögnin og strætóinn rennur þá akkúrat að stoppistöðinni. Ég skrölti inn í vagninn, borga og skelli mér svo aftur í vagninn.
Þegar næsta stöð er Vangede station fer ég svona að íhuga það að fara að halda á draslinu til að geta stokkið út....en einhverra hluta vegna var ómögulegt að halda á þessu og ég var náttúrulega við útganginn. Kom þá að mér ein lítil, gömul og krumpuð kona með göngugrind sem býðst til að hjálpa mér.
Ja hérna.....fulltíða maðurinn með 2 garðstóla og lítið borð gat nú ekki beðið eina gamla konu um að hjálpa mér...þannig að ég gríp einhvern veginn um þetta drasl og hoppa út úr strætóinum..og á eftir kemur allir farþegarnir sem voru að bíða eftir því að ég myndi dröslast út........

Mental note: Aldrei aftur á hjóli í Ikea......kaupum aldrei ekki neitt!!

p.s. Garðhúsgögnin eru komin á svalirnar og eru svona ljómandi fín.....var þess virði þó það hafi verið umtalsvert vesen að koma þessu heim...

kv. Óli