Þið segið nokkuð
Nei, því miður... okkur hefur ekki tekist að gera neina gloríu síðan á miðvikudaginn, sem er kannski jafn gott þar sem það er bara föstudagskvöld. Annars kom mamma með gott innslag. Hún heldur því fram að gömlu konunni í strætónum hljóti að hafa litist svona vel á Óla og bara helst viljað vera amma hans. Ég held að það sé rétt hjá henni jafnvel þó Óli vilji bara ekki ræða þetta atvik mjög mikið... hehe!!
Fengum annars gest í dag. Það er áfram sumarblíða á Dalstrikinu og galopið út á svalir og í dag ákvað herra geitungur að hér væri fínt að búa. Óli var ekki sérstaklega hrifinn af þessum gesti þar sem hann var að vinna í stofunni og var svona að íhuga hvað hægt væri að gera í málinu. Ég vildi endilega bara hárspreyja geitunginn en það fékk ekki hljómgrunn hjá líffræðingnum á heimilinu og undir lokin þá tókst okkur að koma herra geitungi í skilning um að hann væri ekki velkominn svo hann fór og slapp lifandi úr þessu ævintýri. Hefði ég verið ein heima ætti ég hins vegar uppstoppaðan geitung...
Annars er bara lítið að frétta, ég finn að prófstressið er farið að naga mig í hælana og svo þjáist ég af ofstórtplan-syndromi þessa dagana og kemst aldrei yfir helminginn af því sem ég ætlaði mér. Svo miðað við hvað hárið er búið að ákveða að detta af í stórum skömmtum þá verð ég komin með góðan skalla þegar ég kem næst til Íslands...
Bestu kveðjur frá Köben ;o)
<< Home