24 nóvember, 2004

Aulalegasta móment EVER!!!

Já, það átti sér stað í dag. Ég rúllaði niður stigann í Panum og það var hlegið af mér. Húsvörðurinn kom hlaupandi á harða spani og baðst síðan afsökunar á að hafa ekki náð að grípa mig! Og þetta var ekkert venjulegt fall, neinei, ég datt svo hægt að það mætti halda að þetta hafi verið sýnt í slómó svo sem flestir yrðu vitni og gætu hlegið sem mest. Ég reyndi að sjálfsögðu að gera gott úr öllu saman og sagði húsverðinu að það væri í fína lagi með mig og hló svo vandræðalegum uppgerðarhlátri. Verst að þetta var lélegasti uppgerðarhlátur sem sögur fara af. Men, ég var svo hallærisleg. En þökkum guði og öðrum fyrir að það sá mig held ég enginn sem þekkti mig. Annars er þetta ekki í fyrsta skipti sem ég dett niður stiga í skólanum. Tók eitt svona gott fall í MA líka. Vonum bara að fall sé farar heill!!!
Annars átti ég alveg frábæra helgi. Óli, Ína og Rúnar lífguðu svo sannarlega upp á tilveruna. Systir mín sýndi hvað í sér býr og tvöfaldaði farangurinn á tveimur sólarhringum - geri aðrir betur. Orðið powershopping lýsir þessu líklega best. Já Ína, þú stóðst þig frábærlega. Get ekki séð að þetta met verði slegið í bráð. Vorum sem sagt í búðum á fim, fös og eitthvað á laugardag. Hittum Möggu hennar Ínu og Auja líka nokkrum sinnum. Þau eru ósköp næs og er stefnan að fara í stelpuferð á Bridget Jones við tækifæri!! Magga var mjög dugleg í að fylgja okkur eftir í næstum hverja einustu búð sem farið var í!! Borðuðum skyndibita og nammi í tonnavís, tókum tívolí með trompi og rauðum nefjum, upplifðum snjóhríð með stóru hagli og fleira og fleira. Held við Ína förum ekki aftur á Fisketorvet í bráð eftir að hafa borið á milli okkar þaðan út stærðar kassa. Og lentum svo í megasnjóhríðinni á leiðinni með hann heim. Alltaf hressandi!! Allir bara mjög sáttir eftir góða ferð held ég bara. Og bæ ðe vei þá hélt Kalli vinur Auja og sambýlingur hans og Möggu að við Ína værum tvíburar. Þetta er alltaf jafn skondið! Myndirnar frá þessari líka fínu helgi eru komnar á netið og finnast undir linknum hér til hliðar! Mæli sérstaklega með syrpunni af okkur systrum í tívolí. Við gjörsamlega áttum pleicið...
Annars þá eru skýrsluskil 2. des, próf í 5 tíma 10. des og einungis í 4 tíma 14. des. Svo er flugið heim í langþráð jólafrí um hádegi 15. des svo það eru ekki orðnar nema þrjár vikur í þetta! Hlakka mikið til að klára þessa törn og komast heim í matinn hennar mömmu. Hann er alltaf bestur í heimi. Hvað ætli maður þurfi að æfa sig lengi til þess að geta eldað jafn góðan mat og mamma sín?? Hmmm......