13 nóvember, 2004

Einu sinni enn komin helgi

Já, tíminn líður alveg ótrúlega hratt þessa dagana. Sem er svo sem allt í lagi því þá koma jólin svo fljótt. Annars er s-puttinn alveg bara að jafna sig svo það er fátt sem aftrar mér frá því að skrifa nokkrar línur. Ég er bara alveg að verða frísk, finn samt að ég er pínku slöpp og sef ennþá svolítið mikið en það er alveg ágætis tímaeyðsla, að sofa bara vel og lengi. Í gær fór ég í fyrstu vísindaferð vetrarins. Og það var alveg rosalega gaman. Landsbankinn bauð bara öllum stúdentum í Kaupmannahöfn og nágrenni í fínasta partý á Northatlantsbrygge sem er menningarmiðstöð Íslands, Færeyja og Grænlands. Ég komst á leiðarenda á endanum í mígandi rigningu með því að elta einhverja stráka sem töluðu íslensku, var ekki alveg að vita hvert ég ætti að fara, sko. Og í vísindaferðinni hitti ég Bjössa Sighvats og Þóru kærsutuna hans, Einar Leif, stelpurnar sem eru ári á eftir í verkfræðinni og ég man engan veginn hvað heita akkúrat núna, jú önnur heitir Sara og hin var líka með í síðasta fótboltanum í fyrra!! Svo voru Ísafold og Svanhildur þarna og Sunna Björg og vinkona hennar sem heitir Klara og bara alveg fullt af fólki. Svo þetta var bara alveg mjög skemmtilegt kvöld. Ég komst að því að strákarnir voru búnir að reyna að hafa samband nokkru sinnum eins og ég er búin að reyna að ná í þá en bara bæði ég og Einar Sigursteinn vorum búin að skipta um símanúmer svo við erum búin að vera að fara á mis í þrjár vikur núna eða mánuð eða eitthvað. En núna er búið að græja þetta og við ætlum svo að vera í sambandi!! Loksins!
Annars er stefnan í dag bara að læra aðeins, skreppa svo í smá bæjarferð, verð nefnilega að fá mér húfu, eyrun frusu nánast af í síðustu hjólaferð!! Já og svo er það bíó í kvöld. Ætla bara að vera dugleg í lærdómnum á morgun, það hlýtur að reddast! Annars þá skilst mér að Ásta og Gummi séu á svæðinu og hafi jafnvel ætlað að hafa samband, en það kemur bara í ljós!
Svo ég hef það bara rosalega gott núna, er líka að fá svo skemmtilega heimsókn um næstu helgi!!