Góðan dag og gleðileg jól!!
Segi bara ekki annað... Ég er á leiðinni til ÍSLANDS á morgun. Jibbí!! Ég er komin í jólafrí!!!! Jeijeijei.....er ekkert smá fegin. Annars þá er ég búin að taka tvö mis skemmtileg próf og komst að því í hinu fyrra, "mér til mikillar undrunar," að ég kann ekki rass í dönsku. Kannski ekki alveg staður og stund til þess að komast að því, en svona er þetta stundum. Skítt með það. Er hins vegar búin að skrá mig á dönskunámskeið eftir jól svo ég verð með kokhljóðin á hreinu um páska, það er ég viss um!!! Prófið í morgun var á ensku og gekk aðeins betur en danska prófið, var samt ekkert að brillera í því heldur held ég. En skítt með það líka, því ég er komin í frí!!!!!
Dagurinn fór svo í að bræða gat á euro-kortið. Er samt að verða langt komin með jólagjafakaupin fyrir nánast alla fjölskylduna. Geri aðrir betur. Hann Benedikt litli reyndist samt erfiðastur. Það sem ég var búin að ákveða að kaupa var ekki til á Strikinu svo ég mátti gjöra svo vel og skella mér í Field's til að redda því. En það er bara gaman að því!
Annars er klukkan mín hálf tólf á miðnætti, hressandi, þar sem ég er ekki byrjuð að pakka! Ætti kannski að fara að koma mér að verki því flugvélin mín fer eftir rétt um það bil hálfan sólarhring. Og ég á eftir að hugsa það út hvernig ég á að komast heim með allar jólagjafirnar!!!!
Sí jú leiter... heima!!!
<< Home