03 nóvember, 2005

Larýlarý

Í gær fékk ég tvö bréf með póstinum. Held að þvílíkt og annað eins hafi varla gerst síðan ég flutti til DK. Annað bréfið var nú svo sem ekki það merkilegasta. Ég er bara svo skemmtileg að Tívolí vill endilega að ég endurnýji árskortið mitt. Hitt bréfið var öllu meira spennandi. Mér er boðið í brúðkaup hjá litlu systur og ranúri 21. des og Óli má meira að segja koma með. Ég er svo spennt og hlakka svo geggjað til að það er eikka grín. Þetta verður algjört æði og langar mig bara að segja takk fyrir boðið sætu ;o) Þetta er held ég það markverðasta sem drifið hefur á daga mína í þessari viku... sem sagt ekki mikið að gera annað en læra og sofa og borða nóakropp!!
En ég er búin að komast að því að ef maður notar eurokortið sitt í útlöndum í samfellt eitt ár þá bjóða gaurarnir hjá euro manni gullkort frítt. Ég var sem sagt að fá gullkort inn um bréfalúguna og nota ég samt kortið mjög lítið samanborið við Óla minn sem oftar en ekki fær kennitölur inn um bréfalúguna. Óli er í sannleika sagt svolítið svekktur núna þar sem honum var ekki boðið gullkort... Það var samt hringt í mig frá euro á meðan ég var heima í haustfríi og ég hélt að það væri einhver að spurja um mig sem þekkti mig svo ég svaraði eins og bjáni í símann alveg hgggallllúúú, þá kom hinum megin "góða kvöldið, ég er að hringja frá mastercard..." Alveg með ólíkindum hvað maður getur verið seinheppinn... Lærði samt á þessu atviki að ef það er spurt eftir Arnhildi þá á ég að haga mér almennilega þegar ég svara...
Annars er bara að nálgast háttatíma á bænum. Dagurinn á morgunn verður samt fínn þar sem það er frí í fyrirlestri í fyrramálið svo ég þarf ekki að mæta fyrr en 13:15 í verklegt. Æfingin á morgun felst í að stinga hjúmángús nál inn í upphandlegginn á vel völdu tilraunadýri og senda svo góðan skammt af straum inn í vöðvann... ætla mér ekki að vera tilraunadýrið á morgun, það er alveg nokkuð ljóst. Verður kannski hægt að semja við mig í seinni hlutanum þar sem ekki verður notuð nál heldur yfirborðselektróður sem slengja á á kálfann. Hver hefur ekki gott af smávegis stuði svona seinnipartinn á föstudegi...