Aftur í DK
Sælt veri fólkið og barasta gleðileg jól og farsælt komandi ár þið sem ég hef ekki náð í enn!! Það eru sem sagt liðnar vikurnar þrjár sem ég var í jólafríi og hélt að væri bara geðveikt langur tími. Svo var nú bara aldeilis ekki og hversdagslífið að hefjast strax á morgun!! Annars þá er ég búin að hafa það alveg meiriháttar gott heima um jólin. Svo gott að Danmörk var sko ekki efst á óskalistanum þegar komið var að flugi fyrr í dag. En þetta venst, vont en það venst segir í kvæðinu. Árið 2005 byrjaði samt ekkert sérstaklega vel hérna hinum megin við Atlandshafið. Það var vibba stybba í íbúðinni sem hefur ekki verið opnuð í dágóðan tíma svo ég byrjaði á að opna alla glugga. Svo hringir heimasíminn, sem telst til tíðinda bæ ðe vei, og ég rík inn til Ragnheiðar til að svara. Haldiði ekki að ég reki mig í engil í glugganum og hann var alveg ófleygur skal ég segja ykkur. Hann bara hrapaði niður fimm hæðirnar og lá svo bara þar. Ég mátti því gjöra svo vel og stökkva aftur niður alla stigana til að sækja hann. Hann var samt ótrúlega lítið slasaður, enda svo léttur og þannig í laginu að hraðinn sem hann náði í fallinu var ekki mikill. Loftmótstaðan... Hann sem sagt handleggslosnaði og það beyglaðist annar vængurinn. Því betur var hann keyptur í Tiger og ekki um dýrmætan erfðagrip að ræða þar sem ég hef ekki enn útskýrt slysið fyrir Ragnheiði, svo alveg rólega Ragga mín ef þú ert að lesa þetta áður en við hittumst!! Hmmmm.... En þetta er ekki búið. Neeeeeheeeiiiiii, þegar ég opnaði ísskápinn þá var svart krap um allt. Spennandi??? Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að tvær dósir af diet kóki höfðu sprungið einhvern tímann yfir hátíðarnar. Já, nú er ég sko orðin enn meira á móti diet kóki, þar sem ég sé fram á að morgundagurinn fari í að þrífa þetta subb. Ullabjakk....
Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að blómin lifðu af að vera skilin eftir ein í svona langan tíma og ég fann draumapilsið sem ég tímdi ekki að kaupa í Tælandi síðasta sumar í nýjasta h og m bæklingnum sem beið eftir mér þegar ég kom með 19 kg töskuna mína upp þessar þúsund tröppur. Hef tekið þá ákvörðun að vera aldrei aftur á hælaskóm í millilandaflugi. Þungar töskur, hælaskór og tröppur eru einfaldlega ekki að massa saman!!
<< Home