Daddara....
Já, lífið er að komast í eins fastar skorður og það mun geta þennan janúarmánuðinn. Búin að mæta einu sinni í verklegt og eyða svo deginum í dag í að rembast við að skrifa minn part af skýrslunni. Merkilegt hvað skýrsluskrif á dönsku vefjast fyrir mér. Á íslensku tæki þetta ekki nema svona 1/3 af tímanum sem ég er búin að eyða í þetta. En hvað um það...
Ég fór í svaka göngutúr með Ragnheiði og Ragnhild í gær. (Hún heitir Ragnhild, er frá Førojarna!!) Við tókum sem sagt strætó niður á Nørreport og röltum síðan niður á Strøget á kaffihús og svo barasta alla leið heim. Engar smá skvísur. Og í þessum mikla leiðangri fundum við ensku og amerísku krambúðirnar. Þannig er nefnilega mál með vexti að Danir eru ekkert jafn æstir og Íslendingar að verða eins og amerísku hamborgararassarnir. Það er þess vegna ekki selt neitt af týpískum amerískum vörum í supermörkuðunum hérna. En nú er Eyja búin að finna Ameríku og í tilefni af því hef ég heitið sjálfri mér að baka Betty Croker köku handa mér í tilefni ammælisins. Verð nefnilega 25 ára eftir mjög svo skuggalega stuttan tíma.
Annars er stefnan tekin á bælið. Ætla nefnilega að rífa mig upp á rassgatinu og fara að lesa í fyrramálið. Er ekki enn búin að klára pensumið í humanbiologi síðan fyrir jól. Obbobobb.....
<< Home