Ótrúlegt!
Þegar maður heldur að maður hafi allan tímann í heiminum þá líður hann svo hratt að það er eins og maður hafi bara misst af nokkrum dögum. Ég var svo sannfærð um að ég hefði svo mikinn tíma í janúar að ég myndi hrista fram úr erminni svör við bara meiri partinum af spurningunum fyrir pensumið í human biologi. Svo er nú aldeilis ekki!
Annars var síðasta helgi ekkert smá viðburðarík. Á föstudagskvöldið bauð ég Ragnhild í fisk og fór svo með henni á samkomu/messu í færeysku kirkjunni. Það var ekkert smá skondið. Ég held ég hafi verið hálf hallærisleg, brosandi allan hringinn þegar í kringum mig var verið að syngja sálma og ég var að lesa textann og þykjast syngja með. Þetta var bara svo broslegt allt saman. Ég skemmti mér alveg ljómandi vel og það var fyrir mestu...þó það væri aðeins á kostnað færeyskunnar!!! Á laugardaginn vorum við Ragnhild svo á leið í julefrokost í skólanum þegar það kom brjálaður vindur og fólk vinsamlegast beðið að halda sig innandyra. Við vorum næstum því farnar uppeftir en gerðum það því betur ekki því offentlig transport lagðist af um 6 leytið um kvöldið og komst ekki í gang aftur fyrr en bara undir morgun. Hefði sko ekki nent að hanga þarna upp frá svona lengi. Í staðinn röltum við bara út á þar, þar næsta horn og keyptum okkur pizzu. Það hefði ekki verið í frásögu færandi nema þegar við komum að pizzastaðnum þá voru þeir að tína inn til sín umferðarljós sem höfðu dottið niður á miðja götuna í óveðrinu og þeir báðu okkur að fara varlega á leiðinni heim því það væru hinir ýmsu hlutir að detta á höfuðið á fólki. Við komumst samt heilu á höldnu heim og horfðum á 3 dvd-myndir með Ragnheiði. Hressandi, skal ég segja ykkur!! Síðan þá hefur bara verið lærdómur og skóli og núna er planið að vera duglegri að læra í dag en gær...
<< Home