25 janúar, 2005

Læra, læra, læra

Vááá hvað ég er löt að blogga. Fer örugglega að slá met í leti á þessari vígstöð sem og öðrum. Á að vera að læra en nenni því ekki frekar en fyrri daginn. Annars þá hefur nú ýmislegt drifið á daga mína að undanförnu. Ég hélt að Iceland Express væri að reyna að stela Óla, hann átti sem sagt að koma til DK kl. 11:30 síðasta miðvikudag en kom ekki fyrr en kl.15:05. Það tók aðeins á taugarnar að þurfa að bíða þessa auka klukkutíma en ég fékk hann á endanum og það var alveg meiriháttar. Við Óli áttum algjöra letidaga og höfðum það allt, alltof gott. Og það besta var að með neyðaraðstoð frá Íslandi gátum við lagað tölvuna og ég hef ekki séð einn einasta popupglugga síðan á föstudaginn!! Og tölvan er búin að vera í gangi samfleytt síðan björgunaraðgerðunum lauk. Við fórum líka út að borða eitt kvöldið og elduðum dýrindis nautasteik annað kvöld og tókum svo eitt kvöld í að horfa á alla 10. seríu af Friend's, bara eins og hún leggur sig. Það var sem sagt notaður partur af nóttinni í gláp líka. Ég er nefnilega orðin stoltur eigandi allra seríanna af Friend's á dvd. Keypti pakkatilboð fyrir afmælispeningana og er ekkert smá ánægð. Er búin að vera að horfa á einn og einn þátt undanfarna daga. Þetta er æði. Svo þegar Óli fór mættu Ása tása og Louise til Köben og ég er búin að fara með þeim á kaffihús og í leikhús. Já, fór í fyrsta skiptið í danskt leikhús í gærkvöldi. Það var mjög gaman, jafnvel þó stykkið sem við sáum væri svona, já, svolítið þungt. Svört komedía átti þetta að vera og mér fannst þetta svona bara aðallega svart. En gott kvöld engu að síður. En þetta gengur ekki lengur. Síðasta skýrslan í bili þarf að fara að klárast!!! Yfir og út.....