Ár tölvunnar!
Það er nokkuð ljóst að þetta er ár tölvunnar. Frá því á mínútunni sem ég varð 25, án nokkurs gríns, þá er talvan búin að láta eins og fífl. Og eins og mér var "vel" við tölvur fyrir þá hata ég þær gjörsamlega núna. Skil ekkert hvernig mér datt í hug að fara í verkfræði þar sem svo mikið snýst um tölvur. En það verður líklega ekki aftur snúið með það núna. Svo Fjóla mín, það eru tæknilegir örðuleikar sem eiga mestan þátt í bloggleysinu hjá mér núna. Er búin að eignast fullt af vinum í neyðarlínu TDC og er að vona að þetta sé að hafast hjá mér núna. Svo kannski verð ég duglegri í blogginu héðan í frá. Verður samt að koma í ljós því alvöru skólinn byrjaði aftur í dag. Og það lítur út fyrir að það verði töluvert meira að gera en fyrir jól. Ég er að taka fjóra kúrsa, humanbiologi og sygdomslære, cellebiologi, biovidenskab og svo mest spennandi er kardiopulminarybiomekanik. Held að það verði mjög áhugaverður kúrs, sko. Svo er ég að fara á dönskunámskeið og var sett á hæsta levelið, er svoddan yfirburðamanneskja í dönsku!!, svo það gæti aðeins vafist fyrir mér að hafa tíma fyrir þetta allt. Og það skemmtilegasta af öllu er að það er munnlegt próf í cellebiologi í vor, á dönsku. Takk fyrir og góðan daginn. Það verður gaman að sjá hvernig það endar, ja, kannski ekki gaman, en það verður gott þegar það verður yfirstaðið. Og ég geri mér ekki miklar vonir um sérstaklega góða einkunn í þeim kúrsi! Treð kannski bara kartöflu niður í kok og vonast til að komast í gegnum prófið án þess að hún hrökkvi lengra niður, eða eitthvað...
Anyways, er bara byrja að reyna að komast í lærigírinn. Hrökk alveg úr honum um jólin og hef á tilfinningunni að hann hafi orðið eftir heima núna í síðustu ferð. En verð að fara að kippa því í liðinn því ég er að fá heimsókn eftir þrjár vikur og eftir fjórar vikur. Ekki amalegt það. Nóg að gera í öllu, ekki bara skólanum. Svo fer ég að kunna friends utan að held ég. Nota nefnilega hvert tækifæri til að glápa úr mér augun, þetta eru snilldar þættir. Svo er strætóbókin þessa dagana Da Vinci lykillinn og ég er ekki sátt við hvað strætóferðirnar eru orðnar stuttar allt í einu. Ég er aldrei nema rétt byrjuð að lesa. En þetta fer að koma, þarf að fara að mæta reglulega í DTU!!
Jæja, ég hef bara nákvæmlega ekkert meira að segja, nema jú, mig langar á U2 í Parken 31. júlí! Bless í bilinu....
<< Home