05 febrúar, 2005

5. febrúar 2005

Í dag keyrðu allir strætisvagnarnir í Kaupmannahöfn með fána festa á toppinn, ja eða hliðarnar og það var alls staðar flaggað í heila stöng. Ástæðan var sú að í dag átti kronprinsesse Mary afmæli. Ég var nú bara svekkt að vera ekki boðið í afmæli, eða svoleiðis. Var svekktari að það voru engir fánar á strætóunum þegar ég átti afmæli!!
Héðan er annars lítið að frétta, byrja á dönskunámskeiðinu loksins núna á mánudaginn. Pappírsvinna í Danmörku er svo hæg að það mætti halda að það þyrfti alltaf að byrja á að kenna fólki að lesa og skrifa í hvert einasta skipti sem einhver umsókn kemur inn á þessa blessaða folkeregister-skrifstofu. Og svo það sem er ekki jafn spennandi, þá þarf Óli kannsi að seinka heimsókninni til mín frá mars og fram í maí, eða apríl. Sem þýðir að það er allt of langt þangað til ég sé hann næst. Ég hugsa samt að ég lifi þetta af. Er að hugsa um að horfa smá á friends og fara svo að sofa. Er farin að halda að ég þjáist af svefnsýki eða eikka....