03 febrúar, 2005

Hressandi...

Það er þorrablót Íslendingafélagsins í Køben um helgina, og hvað haldiði að kosti miði fyrir fátæka námsmenn sem ekki enn hafa gengið í þetta blessaða félag. Nei, þetta dettur ykkur sko ekki í hug en þorramatur og ball með Á móti sól fyrir litlar 600 danskar krónur!!! Það kostar að vísu 400 fyrir félagsmenn en ég held að félagsgjaldið séu litlar 150 svo þetta er gífurlegt tilboð. Og svo, svona fyrir fátæka þá er hægt að kaupa miða bara á ballið fyrir 200 danskar. Því betur stendur danska krónan í 10,98 ísl, enn ekki 12 eins og hérna í haust. Svo það lækkar verðið um örfáar íslenskar krónur.
Annars er ég komin með próftöflu og hún er svo sannarlega í hressari kantinum. Ég er í prófum 25. maí, 27. maí, 14. júní og í vikunni 20.-24. er svo munnlega frumulíffræðin. Svo ég næ að setja persónulegt met og verð mánuð í prófum. Geri aðrir betur. Hvar fær maður vinnu ef maður mætir heim klakann um mánaðamótin júní, júlí?
Annars fór ég í leiðinlegasta fyrirlestur allra tíma í dag. Og er ég búin að fara í nokkra fyrirlestra um ævina. Ég var um það bil að deyja, þetta var svo leiðinlegt. Er að taka skyldukúrsinn biovidenskab og þeim fannst alveg upplagt að byrja hann á að drepa alla úr leiðindum. Tíminn fór í að segja okkur frá öllum helstu kenningum á bak við það hvernig jörðin og svo við urðum til. Og þær eru nokkrar skal ég segja ykkur, jafnvel þó svo að ég hafi bara haldið einbeitningu í 10 mín. Var seriously að hugsa um að taka bara upp da vinci lykilinn. En ég var þó betur stödd en Frakkinn sem sat fyrir aftan mig, hann skilur ekki eitt orð í dönsku. Hann áttaði sig samt alltaf á því að það var pása þegar allir stukku út úr stofunni! Skarpur!
Ég ætla að lokum að auglýsa eftir einhverjum sem er til í að koma Fjólu til mín til Danmerkur... það hlýtur einhver að geta ýtt henni upp í flugvél fyrir mig ;o)
Best svo að snúa sér að diarré, spennandi!!