Hressandi...
Ég hef ákveðið að vera meira specific um það af hverju ég hata tölvur. Talvan mín er á mótþróaskeiðinu og er gjörsamlega að gera mig vitlausa. Gæti samt líka verið á gelgjuskeiðinu þar sem hún er farin að eldast og er örugglega búin að ná þeim aldri í tölvuárum. Vandamálið er sem sagt að ég fæ aldrei að vera á netinu í friði, og eins og Fjóla veit, þá fæ ég fráhvarfseinkenni:o) Svo í gær var ég búin að skrifa heljarinnar blogg og það hvarf því tölvuhelvítið hélt því fram að það fyndist ekki server eða webpage eða einhver ands#$** (best að taka Andrés Önd á þetta fyrir viðkvæmar sálir) annar sem átti að vera týndur. Og svona lætur hún full oft fyrir minn þolinmóða smekk. Ég fæ bara aldrei að skoða það sem mig langar til og það er að fara með geðheilsuna. Aaaahhhhhhhh, mikið er gott að fá útrás fyrir þetta.
Að öðru, í gærkvöldi ákváðu Fjóla og Eggert að þau ætli að koma og heimsækja mig. Ákvað að skrifa það hér svo allir sæju og þau gætu ekki hætt við!!!! Svona kann maður á kerfið....hehehehehe. Það var samt eins gott að Eggert var til í að koma með, annars hefði Fjóla aldrei komið, no offense Fjóla mín, no offense. Svo nú bíð ég bara spennt eftir endanlegri dagsetningu.
Svo er þorrablót Íslendingafélagsins á morgun og ég hef ekki stjarnfræðilega möguleika á að fara á það því ég á svo sannarlega ekki 600 dkr to spare eftir að hafa keypt skólabækurnar sem ég þarf að nota þessa önnina. Svo er líka Á móti sól að spila svo það er ekkert æstur spenningur að mæta ef út í það er farið...
Jæja, best að fara að kveikja á bakaraofninum. Ragnhild, færeyska vinkona mín, er að fá að baka í honum svo hún geti nú mætt með köku í færeysku kirkjuna í kvöld. Spurning um að drífa sig aftur í færeyska messu og fá frítt að borða á eftir.... hver veit;o)
<< Home