18 júlí, 2006

18. júlí 2006

Í dag er merkisdagur. Hún Fjóla vinkona er 25 ára og Rósa vinkona Ínu systur er þrítug! Geri aðrir betur. Langaði bara að óska þessum merku dömum til hamingju með daginn... Til hamingju stelpur... þið standið ykkur vel ;o)

14 júlí, 2006

...


Ég, Óli og Ína fórum saman í ísbúðarleiðangur í gær sem að vísu er ekki í frásögu færandi í okkar tilfelli! Nema hvað, það er orðinn alveg töluverður tími síðan við höfum komið í ísbúðina í Faxafeni og þeir voru búnir að fara á útsöluna hjá varnarliðinu. Það var kominn polar bear fyrir utan búðina og sá hélt á risa ís, inni voru borð og stólar sem litu út eins og ís auk þess sem þar stóð líka ís í vöffluformi sem var svona meter á hæð. Þetta var frekar skondið. Og hverjir haldiði að hafi svo ekki bara birst í ísbúðinni önnur en Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteins... celebs!! Varð samt fyrir vonbrigðum, ég hef aldrei áður séð Bubba áður og hann er lítill... ;o)

11 júlí, 2006

Sumar??


Akkúrat núna óska ég þess mikið að ég byggi í Kaupmannahöfn. Það er búin að vera hitabylgja þar núna í svooo langan tíma og ég, kuldaskræfan, ætti að búa í heitara loftslagi enn á Íslandi! Að vísu komu þrír þurrir dagar í röð í Reykjavík um helgina og það hefur bara ekki gerst í sumar. Það var samt skítakuldi þó það væri þurrt og sól sko, ekki neitt hitabeltisloftslag sem kemur norðan úr íshafi... Og í tilefni af þurrkinum notuðum við Óli helgina í að mála gluggana á Rauðalæk að utan. Ég var krókloppin nánast allan tímann og þurfti að hafa mig alla við til að geta hreyft puttana en þetta hafðist. Veit samt ekki alveg hvernig skyggnið er út um gluggana núna... við erum ekkert svo góð í að mála! Og það er allt í fokki með íbúðina enn svo ég er seriously farin að íhuga að leigja bara gámhelvítið þangað til við flytjum loksins til DK. Annars erum við Óli tímabundið flutt á Otrateig fyrir þá sem þurfa update. Hjónarúmið þeirra Ellu og Lúðvíks er nefnilega töluvert betra en "T-rúmið" sem við sváfum í á Norðurvanginum...