28 apríl, 2007

Jahérna hér

Ég veit ekki alveg hvað hefur gerst... en blogger log inn síðan hjá okkur er orðin dönsk... Gerir manni aðeins hægara um vik í byrjun þar sem maður þarf að hugsa sig um hvað þeir eru eiginlega að meina með þessu...

En hérna í DK gengur lífið sinn rólega vanagang. Við erum þessa dagana að upplifa sól og sumaryl sem við getum samt ekki notið nema að hluta til, alla vegana ég. Það er þess vegna galopið út á svalir upp á hvern einasta dag núna til þess að maður geti alla vegana aðeins fylgst með hvernig það er að vera úti í góða veðrinu.

Svo vorum við á årsfest í DTU í gær. Það var mjög gaman en við verðum samt að vara fólk við því það að dansa Lanchie í fullum sal af Dönum og öðrum rugludöllum er ekkert grín. Við komum heim með svöðu sár, Óli með hælafar niður allan sköflunginn og ég með blóðuga stóru tá og bólginn ökkla. Svo ef þið eruð á leiðinni í svona partý verið þá vel skóuð og með góðar legghlífar ;o)
Bless í bilinu - Eyja
P.s. Núna verða allir að fara í Hagkaup og kaupa boli og peysur hannaðar af Ínu systur... hún nefnilega vann einhverja samkeppni hjá þeim! Til hamingju sæta...

21 apríl, 2007

Íslandsför og lestarferðin ógurlega

Kommensiesæl...

Langt síðan síðast, ég veit. Margar ástæður fyrir bloggleysi....

Við skötuhjúin skruppum á Frón síðustu helgi en því miður var þetta engin skemmtiför. Hún Amma mín Sigga yfirgaf þennan heim rétt um páskana eftir erfið veikindi og því vorum við í jarðarför. Amma mín var rosalega góð og skemmtileg kona sem dekraði við okkur barnabörnin sem mest hún mátti. Enginn var svikinn af hennar félagsskap og þeir sem þekktu hana höfðu allir það sama að segja um hana; rosalega góð og skemmtileg kona sem var höfðingi heim að sækja og vinur vina sinna. En nú er hún komin til afa Ludwig og Helgu litlu og næsta líf tekur við. Hvíl í friði amma mín.

Þegar við komum síðan heim aftur úr Íslandsförinni tók nístingskuldi á móti okkur (8°C og rigning). Við lendum á Kastrup seint um kvöld (22:00 á staðartíma) og ætlum að drífa okkur sem við getum heim á Dalstroeget. Lestin mætir svo óstundvíslega eins og vanalega akkúrat þegar við erum að skríða niður úr Terminalinu. Eyja ákveður að sjá um að klippa fyrir okkur í lestina á meðan ég átti að passa töskurnar. Auk þess að hafa töskurnar var ég með 2 pylsur í höndunum (Steff Houlberg að sjálfsögðu) sem við splæstum í á flugvellinum því að skraufþurra kjúklingabringan og unaðslega kartöflusalatið voru ekki að gera sig í flugvélinni.
Nú, þegar Eyja gekk í humátt að klippikössunum komst hún að því, henni til mikillar ánægju, að kassarnir voru allir bilaðir sem voru við þennan staur, en útundan sér sá hún aðra 2 kassa í fjarska sem virtust vera í lagi. Hún hleypur í áttina að kössunum og biður mig um að þoka mér í áttina að lestinni, þar sem hún átti að fara eftir 2 mínútur. Ég misskildi hana eitthvað (eða ákvað eitthvað annað en það sem hún sagði mér, eins og gerist stundum) og vippaði mér bara inn í lestina með 2 ferðatöskur, 1 fartölvu, 2 plastpoka og 2 pylsur. Þegar inn var komið heyri ég í fjarska ógnvænlega flautið hjá lestarverðinum um að nú ætli lestin að fara. Nú voru góð ráð dýr! Ég var inni í lestinni, með nánast allan farangurinn en engan farmiða, á meðan Eyja var enn úti að bíða eftir að komast að kassanum. Rek ég höfuðið því leiftursnöggt út úr lestinni og kalla í Eyju. Þá heyri ég bara eitt orð: " ÚT, ÚT" endurtekið nokkrum sinnum. Þannig að ég sný mér aftur að töskunum, sting pylsunum upp í mig og dröslast með allt dótið út. Úfff...þarna rétt slapp ég við að borga 600 dkr í sekt fyrir að vera ekki með farmiða. Nú, því næst skima ég á eftir Eyju og sé hana hvergi á brautarpallinum (NB enn með 2 pylsur í munninum, 2 plastpoka, 2 ferðatöskur og 1 fartölvu)....sé ég hana ekki valhoppa (eða allt að því) inni í lestinni að þeim stað þar sem ég stóð áður með allt draslið, hæstánægð með að hafa náð að klippa. Við skulum allavegana segja sem svo að hún fékk aldeilis mikið fyrir klippið....fékk 2 ferðir til Tårnby í stað einnar. Hún þurfti s.s. að fara þangað og til baka aftur til að sækja mig, þar sem ég var ekki með neina lestarmiða, eða pening eða neitt.
Gæti trúað því að ég hafi litið frekar fíflalega út á brautarpallinum með allt þetta drasl, með pylsurnar upp í munninum og konuna inni í lestinni.

Mental note to yourself: Það kemur (yfirleitt) alltaf önnur lest strax á eftir þessari!!!

Hilsen,
Óli, PTT (útleggst á engilsaxnesku Professional Train Traveler)

06 apríl, 2007

Gleðilega páska...

já... það er farið að síga á seinnihluta páskafrísins og Fjóla farin frá okkur fyrir löngu. Við erum nú samt búin að hafa það voða fínt og lítið gerst hérna megin við hafið síðan síðustu opinberu heimsókn lauk. Erum bara búin að vera í afslöppun og vídeóglápi sem er sko alveg ágætt svona inn á milli. En í tilefni páskanna ætla ég að setja inn nokkrar myndir frá undanförnum mánuðum í dk.


Fyrsta opinbera heimsóknin var Ínfín og Ranúr... Við vorum ekki mikið að taka myndir á okkar myndavél og finnst mér leiðinlegast að pokadýramyndin af strákunum var á vél þeirra skötuhjúa...
En hér er augljóslega verið að slaka á eftir erfiðan dag í búðunum... það tekur á að shop till you drop sko....


Næst á dagskrá voru svo Sigga og Maggi... þau voru ekki alveg jafn góð í búðunum og Ína, enda er erfitt að slá henni við!!
Hér erum við úti að borða og ég veit ekki hvað er á kinninni á Magnúsi en það lítur út fyrir að vera gott á bragðið... hehe


Eftir að Sigga og Maggi fóru heim komu Elísabet og Helga í dömuferð til okkar. Með þeim var farið oft út að borða og mmm það var sko gott.
Hér erum við stödd á Italiano og þjónninn loksins þagnaður. Það er með ólíkindum hvað þeir halda að þeir syngi vel þarna... Þær mæðgur fóru nú líka svei mér þá fram úr Siggu og Magga hvað verslun varðar en Ína trónir enn á toppnum og efast ég um að nokkur slái hana út... hehe


Þegar nær dró páskum millilenti Myriam hjá okkur. Það var alveg hreint magnað að fá hana og ég tala nú ekki um páskaeggið sem hún skildi eftir hjá okkur...
Við fórum eina ferð út að borða og er það með skondnari útaðborða ferðum sem við höfum farið. Löngu söguna af þessari ferð getið fengið þegar þið hittið okkur næst!!

Svo var sko komið páskafrí og vor í Kaupmannahöfn. Af því tilefni komu bæði Ása tása og Fjóla spóla við hjá okkur hjúunum. Veðrið var svooo gott að við fórum í túristalabb sem gerði nánast út af við Ólaf, held hann eigi seint eftir að ná sér.
Hér er verið að kíkja á dönsku hermennina í ratleik í Kastellienu.
Svo er Fjóla að sjálfsögðu alveg einstök og hún flutti heim til Íslands eins og eina gæludýrabúð.

Þetta appelsínugula er eitt af því sem Snotra eignaðist þegar Fjóla kom heim og við erum búin að fá að heyra að apinn vakti mikla lukku! Svo var ekki verra að það urðu eftir tvö páskaegg í viðbót hjá okkur þegar Fjóla var búin að koma í heimsókn...
Síðasta daginn með Fjólu var farið á Bakken og haldiði að Ólafur hafi ekki brett upp ermarnar og unnið handa mér risa bangsa! Mín varð ekki lítið ánægð ;o)
Þetta er sem sagt selurinn sem Óli veiddi og erum við enn að ræða það hvort hann á að heita Snorri eða Snati. Mér heyrist samt að Snati sé að festast við hann.

Svo við höfum sko haft í nógu að snúast síðan við vorum á Íslandi síðast...

Næst á dagskrá er svo bara að sjá hvort okkur tekst að búa til mat úr lambalærinu sem Helga og Elísabet færðu okkur til að borða um páskana... hvernig það fer heyriði kannski um síðar! Vonandi eru sem flestir hressir og kátir í kuldanum á Íslandi...

Gleðilega páska
Óli og Eyja

P.s. Ína og Rúnar... við rákumst á maríuhænuna í bænum... Hún bað kærlega að heilsa ;o)