Evrópumeistarar
Já... haldiði ekki bara að Danirnir hafi orðið Evrópumeistarar í handbolta. Og það með tilþrifum. Við Óli erum búin að vera með handbolta í staðinn fyrir heila síðan við komum frá Róm og erum búin að skemmta okkur mikið. Og ekki skemmdi fyrir að Danir unnu fyrsta gull í handbolta karla á stórmóti. Og þvílíkar og aðrar eins móttökur sem þeir fengu þegar þeir komu heim drengirnir... það var ekkert smá. Við Óli erum orðin svo dönsk að við hoppuðum út um alla stofu þegar þeir komust í úrslitin og svo skelltum við okkur að sjálfsögðu niður á Ráðhústorg til að vera með þegar liðið mætti þangað til að sveifla verðlaununum sínum. Það var alveg ótrúleg stemming með flugeldasýningu og öllu tilheyrandi...
Annars er það helst í fréttum að borðtölvan er með uppsteit þannig að við erum ekki enn búin að koma myndunum frá Róm þangað svo bloggið frá Róm dregst aðeins. Svo erum við búin að kaupa okkur miða á Smashing Pumpkins 27. febrúar og hlökkum geggjað til!!!