29 maí, 2005

(Ekki) Fréttir frá Fróni

Afsakið strjál blogg frá mér.....maður er bara svo hrikalega busy í að gera ekki neitt að maður má ekki vera að því að blogga.
Já, það hefur talsvert á daga mína drifið síðan ég reit síðast..... mest þó vinnu-/fótboltatengt. Mánudaginn síðasta spiluðum við okkar fyrsta leik í stórklúbbnum Metró. Spiluðum við þar við FC Bundes (að mig minnir) og rétt töpuðum við 4-2. Fyrri hálfleikur var afleitur, enda var hann hugsaður til þess að slípa saman leikmannahópinn. Síðari hálfleikur var töluvert betri. Allt uppáleið miðað við fyrri hálfleik.
Hinu virku dagana var maður bara í almennu letikasti, og nennti ekki að gera neitt eftir vinnu.
Síðasta föstudag tókum við feðgar þátt í golfmóti Fjarhitunar á Kiðjabergsvelli. Stóðum við okkur með stakri prýði og röðuðum við bræðurnir okkur í efstu 2 sætin (ásamt okkar meðspilurum). Ég að sjálfsögðu hirti dolluna sem var í boði, en þar sem ég er víst ekki Fjarhitunarstarfsmaður þarf gamli faðir minn að geyma hana á skrifstofunni sinni. Menn voru samt almennt á því að pabbi hafi aldeilis ætlað að tryggja sér dolluna því að hann var með 4 lið í keppninni, þ.e.a.s. mitt lið, guðna lið, magga lið og náttúrulega pabba lið. En burtséð frá því, þá vann ég dolluna.
Laugardagurinn fór að mestu í tiltekt og var íbúðin þrifin hátt og lágt, en þó aðallega lágt. Hún Íris veitti mér dýrmæta aðstoð í baráttunni við rykmaurana og stóð hún sig með stakri prýði. Takk Íris.
Gærkvöldið var svo HRIKALEGA gott. Fórum við í stjórn starfsmannafélagsins út að borða á Skólabrú. Ákváðum við að fara í svokallaða óvissuferð þar sem kokkarnir velja allt ofan í okkur, og að sjálfsögðu var ótæpilega veitt af söngvatninu. Hófst ferðin á sniglum ásamt einhverju skrauti í abetæser. Þetta var í fyrsta, og líklega síðasta skipti sem ég smakka snigil. Var ekki alveg að fíla þetta.
Í forrétt var boðið upp á smjörsteikta humarhala ásamt krabba og verð ég að viðurkenna að það var ótrúlega gott. Hef aldrei verið mikill humarmaður, en þetta var hins vegar rosalega gott.
Í millirétt var svo boðið upp á túnfisksteik. Það hef ég heldur aldrei smakkað og tippa ég það að þetta hafi einnig verið fyrsta og síðasta skipti sem ég smakka það. Maður fann alveg sjóbragðið magnast upp í mér. Var ekki alveg nógu hrifinn.
Í aðalrétt var boðið upp á appelsínugljáðar andabringur. Ok, það var alveg svakalega gott og ekki skemmdi að maður fékk næstum 2 skammta. Ásdís ekki alveg að ráða við þetta allt saman. Ég reyndar sleppti öllu þessu grænmetisskrauti sem var á disknum...Villi vildi æstur fá það enda er hann í aðhaldi.
Í eftirrétt var svo súkkulaðikaka ásamt jarðarberjasorbet. Helvíti gott, og allir mjög saddir eftir þessa óvissuferð.
Eftir þetta var kíkt upp á barinn þar sem við fengum okkur kaffi og koníak (sem vildu) og síðan var farið á Rauðlækinn í smá teiti. Þar sátum við á sumbli í rúma 2 tíma og kíktum þá í bæinn. Hann var smekkfullur af nýstúdentum þannig að maður entist ekki mjög lengi þar. Klukkan 4 var maður mættur í bólið.

Í dag var lífinu tekið með ró framan af degi, en um kvöldmat æstust leikar til muna þar sem stórklúbburinn Metró átti sinn annan leik í deildinni. Áttum við alveg ágætisleik og unnum við 4-1. Alltaf skemmtilegt að vinna.

En jæja...ég held að þetta sé komið gott.....efast um að nokkur hafi nennt að lesa svona langt niður....

Bið að heilsa,
kv. Óli

Gettó

Já, ég er hætt að vera hissa á að Nörrebro sé kallað Nörrebronx. Þetta er algjört gettó sem ég bý í. Í gærkvöldi var eitthvert hassklíkuuppgjör þar sem einn var skotinn til bana og annar særður og við erum að tala um að þetta var bara í næstu götu. Nánast við hliðina á Frikka Weis kaffihúsinu. Og þetta er ekki í fyrsta skipti síðan ég flutti hingað. Nokkuð ljóst að það er eins gott að fara varlega.
Ætla samt að taka það fram að ég veit aldrei af neinu fyrr en ég les það í blöðunum og vona bara að það verði þannig áfram.

27 maí, 2005

two down, two to go

Já, þetta styttist. En nú er langt í næsta próf og þess vegna hef ég eytt deginum í allt annað en lærdóm. Þegar ég kom heim úr prófi beið mín stór kassi fullur af nammi frá honum Óla mínum. Ég á sko besta kærasta í heimi, það er löngu vitað mál. Takk fyrir sæti :o)
Annars er búið að vera alveg geggjað veður í dag og ég hjólaði í bæinn til að leggja inn ávísunina frá Novo Nordisk, borga fee-ið fyrir vegabréfsáritunina til USA og skellti mér svo inn í næsta kassa sem tók passamyndir. Ég hef hér með tekið þá ákvörðun að fara aldrei aftur í passamyndatöku svona stuttu eftir próf, illa sofin, úfin og ég veit ekki hvað og hvað. Ekki bætti heldur úr skák að það hafði einhver pissað þegar hann skellti sér í myndatöku og lyktin var viðbjóðsleg. En ég lét mig bara hafa það. Myndirnar sem urðu niðurstaðan eru horror. Sé visa til USA eingöngu byggt á myndinni þá get ég bara afskrifað að ég fái það þar sem ég lít út eins og fangi sem er nýsloppinn af hæli. Hress á kantinum. En miðað við öll plöggin sem ég þarf að fylla út og taka með mér á föstudaginn í þetta blessaða viðtal þá er ég að vonast að myndin skipti ekki öllu máli. Þeir eru hressir þessir blessuðu Kanar.
Eftir þessa hálf mislukkuðu ferð í passamyndatökukassann skellti ég mér út í garð með bókina sem ég er að lesa og þar var bara fullt af fólki að sóla sig. Mesta lukku vakti samt kall sem er að byrja að fá skalla sem var á hvítum nær-/stuttbuxum í sólbaði á grasinu. Hann var svolítið sorglegur við hliðina á gellunum í bikiníunum sínum sem voru þarna í næsta nágrenni og voru svo miklar gellur maður.
Annars er minns bara þreyttur og er að hugsa um að fara bara snemma að sofa. Lærdómurinn tekur svo aftur við á morgun... jibbí!

25 maí, 2005

one down, three to go

Já, prófunum fækkar og þetta styttist eins og óð fluga, segir Óli að minnsta kosti. Næsti höfuðverkur er á föstudaginn, jei.
Annars þá er ég viss um að pabbi sé þokkalega hress núna þar sem liverpool vann þessa blessuðu meistaradeild. Hann var alla vegana að fara á límingunum þegar ég heyrði í mömmu fyrr í kvöld.
Svo er það hún litla systir mín sem er alltaf að gera garðinn frægan. Í dag var fjallað um útskriftina frá VMA í mogganum og tekið fram að Borghildur Ína Sölvadóttir hafi fengið verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á báðum kjörsviðum listnámsbrautarinnar. Ekki amalegt það gamla! Verð líklega bara að fara að sætta mig við að þessum listrænu hæfileikum var þokkalega misskipt... samkvæmt Ínu þjáist ég nefnilega af verkfræðilegri symmetríu, sem er víst ekki í tísku.
Best að gleyma ekki að taka fram að hann Gunnar sæti, litli bróðir minn stóð sig víst alveg með einskærri príði í sínum skóla, enda með eindæmum duglegur að vinna við að baka pizzur. Ótrúlegt hvernig maðurinn fer að þessu miðað við hvað hann eyðir aldrei óþarfa tíma í lærdóm:o)

Adios...

23 maí, 2005

Ohhh

Ég hata próf.

Góða nótt

21 maí, 2005

Til hamingju Ína!

Já, í dag er alveg sérstaklega leiðinlegt að vera í DK og hefur mig sjaldan langað jafn mikið upp í næstu vél til Íslands. Ástæðan er sú að elsku litla systir mín er að útskrifast sem stúdent og öll fjölskyldan mætt til Akureyrar nema ég. Svakalega leiðinlegt að missa af þessu öllu saman, shit.

Annars þá langar mig bara að segja til hamingju elsku Ína mín. Þú ert svo frábær og mér finnst svo leiðinlegt að geta ekki mætt. Vona samt bara að þú njótir dagsins til hins ítrasta og ég er svo sannarlega hjá ykkur í anda. Ástarkveðjur - Eyja

20 maí, 2005

Halló

ég er á lífi en er lögst í læridvala! Ef þið þurfið að ná í mig, óheppin, það er nánast ekki hægt! Hafið það gott og vonandi á Óli eftir að halda uppi heiðrinum á þessari síðu á meðan :o)
Yfir og út...

Júróvisíon dauðans

Jæja, þá er þetta búið hjá Íslandi. Agalegt alveg.
Selma stóð sig nú samt alveg ágætlega....en hvað var málið með fötin? Var hún í náttfötum eða....???
En í þessari júróvisíon keppni gildir sama aumingjapólitíkin eins og alltaf.... nágrannar kjósa nágranna. Og þar sem flest löndin sem voru í undankeppninni komu frá balkanskaganum þá að sjálfsögðu komst Ísland ekki áfram. Lönd eins og Króatía og Macedonia komust áfram, allt út af því að þau eiga góða að. En svona er þetta....
Frændur vorir danir komust áfram með þokkalegt lag. Samt frekar dapurt að sjá 5 karlmenn að dansa á sviðinu....
Þá verður maður greinilega að halda með einhverju öðru landi en Íslandi á laugardaginn....og hef ég ákveðið að stórlagið Cool Vibes frá Sviss verði fyrir valinu. Ansi hreint magnað lag þó að greyið stelpurnar kunni ekki mikið á hljóðfæri.

En nóg um Júróvisión.......

Fyrsti leikurinn í utandeildinni á mánudaginn og verður ansi fróðlegt að sjá hvernig sá leikur æxlast. Maður er í svona frekar döpru formi.....en samt ekki í versta forminu þannig að maður fær a.m.k. að spila eitthvað.

Stefnan er sett á Norðurland á morgun þar sem farið verður í útskriftina hjá ínu ásamt því að kíkt verður á stórskemmtistaðinn Sjallann.....verður án efa magnað. Verst bara að Eyja mín geti ekki komið með...................en svona er það, maður getur því miður ekki gert allt. :S

Ætli það sé ekki best að koma sér í beddann....eða öllu heldur lesa nokkra kafla í bókinni sem ég er að lesa.....gríðarlega spennandi, Digital Fortress eftir Dan Brown. Heldur manni alveg við efnið þó að megin þorri bókarinnar fjalli um tölvur....akkúrat á mínum heimavelli! :S

Yfir og út.....
Óli

16 maí, 2005

Heimkoma með öngul í rassinum

Sæl veriði.
Var maður að skríða heim í einmanalegt heimilið sitt eftir mikla veiðiferð um helgina. Fórum við saman 7 í Reykjadalsá fyrir norðan s.s. ég, pabbi, guðni, stanley, gummi siemsen, árni siemsen og guðjón haraldsson. Sjálfsögðu veiddi ég minnst af öllu og vil ég kenna fiskunum alfarið um þessa óheppni. Magnað þegar við stanley veiddum alltaf saman, ég kastaði iðulega fyrst í hylinn nokkrum köstum með sömu flugu og stanley var með, en gafst svo upp eftir nokkur köst. Kemur þá stanley askvaðandi með sinn dropper (aðeins fyrir lengrakomna að skilja) og hirðir alla þá fiska sem eftir voru í hylnum. Aflinn fyrir 3 daga hjá mér voru því 3 sardínur sem verða settar í dós og ofan á brauð (eða næstum því). En maður vonar bara að sumarið leiki betur við mig veiðilega séð þar sem við förum aftur í ánna í lok júlí.
Annars var veðrið rosalega fínt, sól og blíða en smá vindur sem var ekki hliðhollur fluguveiðimönnum. En gaman var þetta samt, nóg af rauðu og grillað ótæpilega.
Næst á dagskrá er svo að koma sér á nokkrar fótboltaæfingar, vinna eins og tittlingur og skella sér svo aftur norður næstu helgi í útskrift hjá ínu litlu ásamt Eurovisionpartýi. Jaa, ég vona allavegana að ég fái að horfa á Eurovisionið....ína, ekki satt??
Spurning um að kippa einni rauðri með norður....hmmmm..

Annars er Eyja gríðarlega dugleg þessa dagana að læra fyrir próf og er ég hrikalega stoltur af henni. ;) Hún Jóhanna er í heimsókn hjá henni núna og er eyja að sjálfsögðu búin að fara með henni túristahringinn að ógleymdu út að borða á staðnum á litla strikinu, sem er afar góður. Get ekki neitað því að maður öfundi jóhönnu töluvert á að vera þarna núna...urrrr..

Yfir og út,
Óli

13 maí, 2005

DK

Ég er búin að komast að því að Dönum er illa við okkur Ásu. Hún er nefnilega held ég enn óheppnari en ég í sínum viðskiptum við Dani. Spurning hvort að USA-menn verði mér líka svona erfiðir í sumar...

Annars þá er ég alltaf að upplifa eitthvað nýtt hérna megin við Atlandshafið. Er til dæmis búin að vera með hálsbólgu í eyranu í tvo daga núna. Ekki sérstakt, sko. Í Danmörku eru sniglarnir líka sætir, þeir eru með stórar röndóttar skeljar á bakinu, annað en aumingjasniglarnir á Íslandi sem ekki nenna að dröslast um með neitt á bakinu. Svo er grænlenski róninn sem ég labba fram hjá á leiðinni í skólann á morgnana búinn að eignast vin, annan grænlenskan róna. Held alla vegana að þeir séu grænlenskir. Í DK heitir líka hvítasunnan pinse sem mér persónulega finnst mjög ljótt nafn. Hins vegar slá þeir okkur út þegar kemur að uppstigningardeginum, hann heitir nefnilega kristihimmelfart, mjög svo skemmtilegt og lýsandi nafn að mínu mati. Svo lærði ég í Tívolí í kvöld að Big fat snake er mjög slöpp hljómsveit sem eru að meðaltali með tvö sóló í hverju lagi og textinn inniheldur aldrei fleiri en 10 orð. Áhugavert, ekki satt?!!

11 maí, 2005

Danir eru náttúrulega ótrúlegir

Einu sinni enn hef ég átt í brasi með Danina. Með ólíkindum hvað mér tekst alltaf að lenda í veseni með þá. Ég fékk hótunarbréf frá LÍN á mánudaginn um að það vantaði årsopgörelse eller jeg fæ ekki útgreitt námslánið á réttum tíma. Ég var náttúrulega bara what the f...k, vissi ekki neitt í minn haus um hvað verið var að tala. Eftir ráðgjöf frá Ásu tásu náði ég þó hvað um var að ræða og sendi email á told og skat til að tékka akkuru ársuppgjörið mitt væri ekki tilbúið. Fékk svar á þriðjudaginn um að það vantaði indrejsedato og ég ætti að henvende mig til tilslutningskommunen. Aftur voru einu viðbrögðin what the f.....k og ég vissi aftur ekkert um hvað verið væri að tala. Hringdi í eitthvað símanúmer sem á netinu var haldið fram að væri köbenhavns kommune. Þeir höfðu minni hugmynd en ég um hvað verið væri að biðja og sögðu mér að hringja í folkeregistret. Þeir vinna aldrei lengur en til 14:30 svo að sjálfsögðu var búið að loka. Ég var þess vegna vöknuð fyrir allar aldir í morgun og hringdi á folkeregistret kl 9:30. Þar á bæ voru menn heldur ekki vissir um hvað um var verið að tala svo þeir sögðu mér að fá nánari upplýsingar hjá told og skat. Ég hringdi í told og skat og þeir sögðu mér að hringja eitthvert annað. Ég hringdi þangað og þegar ég fékk samband var mér sagt að hringja eitthvað enn annað. Þar hófst svo biðin. Hlustaði á alle konsulenterne er desværre optaget, vent venligst fyrst í svona þrjár mín. áður en það slitnaði og ég mátti gjöra svo vel að hringja aftur. Eftir svona 10 mín. bið fæ ég samband, en er ekki að tala við rétta deild og lendi því aftur í biðröð. Eftir f...ings 10 mín í þeirri biðröð er ég að gefast upp því ég átti að vera mætt í skólann kl. 10:15, heyrðu þá fæ ég loksins samband. En það sem gerðist var: Et öjeblik og ég fékk að bíða aðeins meira. Að lokum hafði konan tíma til að tala við mig. Og hvað haldiði, ég var í vitlausri deild hélt konan. En ég sagði að mér hefði sérstaklega gefið samband við hana og eftir smá stund er hún búin að prenta út årsopgörelse og ég á að fá það sent í pósti. Þetta tók ekki nema 45 mín og ég mætti of seint í skólann. Svo er spurning hvort ég fái þetta einhvern tímann í póstinum, miðað við mína heppni hlýtur þetta að tínast á leiðinni...
Annars bara velkominn í bloggið með mér Óli. Er geggjað ánægð að þú hafir þegið boðið sæti :o)

10 maí, 2005

Undur og stórmerki að gerast

Jamm og já....nú er búið að bjóða mér í blogg með Eyju og að sjálfsögðu gerir maður það. Þannig að við Eyja komum til með að blogga saman...en þó á mismunandi stað í heiminum....ansi sniðugt.
Annars ætlaði ég bara að prófa þetta hérna....kem vonandi sterkur inn núna í bloggheiminum..

09 maí, 2005

Sormæddur

Í dag er minns sorgmæddur. Óli fór heim um hádegi og ég sé hann ekki aftur fyrr en eftir 3 mán. Hryllileg tilhugsun. Og í millitíðinni eru fokkings prófin. Þetta er svo erfitt líf hérna núna.
Annars áttum við Óli alveg geggjað góða helgi. Við borðuðum góðan mat, hittum vinkonur Óla úr Actavis sem voru hérna að bræða kreditkortin sín og ýmist horfðum á sjónvarp og video, lágum í leti eða fórum í göngutúra. Fórum líka í zoologisk have og enduðum svo helgina á að skella okkur til útlanda. Jébbs, mín var að fara í fyrsta skipti til Svíþjóðar! Fórum í heimsókn til Halla frænda hans Óla og Yeldu (er ekki alveg með stafsetninguna á hreinu :oS) konunnar hans í Malmö og Maja frænka hans Óla mætti einnig á svæðið, enda ekki oft sem svona merkir gestir eru á ferðinni!! Þetta var alveg mjög góður sunnudagur, við fengum fullt af góðu að borða og sáum Malmö í vor/sumar fýling og ég náði að kaupa mér minjagrip. Sem minnir mig á að ég á engan sérstakan minjagrip héðan. Verð að redda því við tækifæri. Svo var ákveðið að ég skelli mér einhvern tímann yfir sundið aftur og tek shopping með Yeldu og Maju, svona ef því verður komið við þegar við erum allar á þessu svæðinu.
Ég heyrði svo í Ásu tásu áðan og það var áhugavert símtal. Við vorum báðar í mínus hressu skapi svo þetta var hálf grátbroslegt símtal. Stefnan er að vera hressari næst!
Annars er bara að hefjast lærimaraþonið mikla hérna megin Atlandshafsins, svo þangað til næst hafið þið það bara vonandi gott ;o) bleble...
Samt eitt í viðbót. Við Óli gerðum mikla uppgötvun um helgina. Við fundum kaffihúsaþvottahúsið hans Frikka Weis. Og vá hvað maður er fattlaus. Ég myndi giska á að ég væri búin að fara svona 10.000 sinnum þarna framhjá án þess að fatta nokkurn skapaðan hlut. Ótrúlegt hvað maður getur verið dofinn.

02 maí, 2005

Fróðleikshornið!

Af einhverjum ástæðum lenti ég inn á heimasíðu Háskólans í Reykjavík um daginn. Ég rak augun í "tengil" sem á stóð verkfræði. Ég er forvitin að eðlisfari og ákvað að kanna þetta aðeins nánar. Þegar ég fór að skoða áætlunina fyrir fyrstu þrjú árin í iðnaðarverkfræðinni við HR uppgötvaði ég nokkuð áhugavert. Þeir sem velja iðnaðarverkfræði eru skildaðir í tvo kúrsa sem heita vélhlutafræði. Þokkalega! Ég útskrifaðist úr vélaverkfræði við HÍ síðasta sumar og ég fékk einungis einn kúrs í þessu annars ágæta fagi! Hversu skondið er þetta?

Ína og félagar voru svo geggjað sæt í dimmisjónbúningunum sínum svo ég ákvað að skella inn mynd. Og hver haldiði svo að sé litla systir mín á þessari mynd???

01 maí, 2005


hehehehehe


Við Nemó áttum góðan dag í sólinni og svo þurfti að kveðja Möggu. En mikið erum við nú myndarleg öllsömul...